Gæðaviðmið

  • Hér að neðan er að finna gæðaviðmið Vakans fyrir fyrirtæki sem bjóða ferðamönnum ýmsa þjónustu aðra en gistingu. Gæðaviðmið fyrir gistingu má hins vegar finna hér.
  • Mikilvægt er að kynna sér gæðaviðmiðin vandlega áður en sótt er um þátttöku í Vakanum.
  • Samkvæmt nýju fyrirkomulagi sem tók gildi í byrjun árs 2019 þarf að uppfylla öll almennu gæðaviðmiðin ásamt sértækum gæðaviðmiðum sem eiga við starfsemi hvers fyrirtækis. Sértæku viðmiðin eru sett fram í formi gátlista sem umsækjendur fylla sjálfir út og senda inn til úttektarfyrirtækis ásamt öðrum gögnum.

Almenn gæðaviðmið - ný útgáfa 2019

Almenn gæðaviðmið þarf að uppfylla 100%. Viðmiðin skiptast í eftirfarandi kafla:

  1. Upplýsingagjöf og aðstaða
  2. Stjórnun og mannauðsmál
  3. Öryggi og ábyrgð
  4. Umhverfismál
  5. Siðareglur Vakans

Öll fyrirtæki verða einnig að samþykkja að starfa samkvæmt siðareglum Vakans.

Opna Almenn gæðaviðmið