Gæðaviðmið

 • Hér að neðan er að finna gæðaviðmið Vakans fyrir fyrirtæki sem bjóða ferðamönnum ýmsa þjónustu. Gæðaviðmið fyrir gistingu er að finna hér.
 • Mikilvægt er að kynna sér gæðaviðmiðin vandlega áður en sótt er um þátttöku í Vakanum.
 • Öll fyrirtæki þurfa að uppfylla að lágmarki 70% almennra gæðaviðmiða ásamt viðeigandi sértækum gæðaviðmiðum.
 

Almenn gæðaviðmið

Almenn gæðaviðmið skiptast í átta kafla:

 1. Sala og kaup á vöru eða þjónustu
 2. Þjónusta og ánægja viðskiptavina
 3. Aðstaða, búnaður og nánasta umhverfi
 4. Stjórnendur og starfsfólk
 5. Menning og saga
 6. Öryggi, velferð og ábyrgð
 7. Stjórnun fyrirtækisins 
 8. Siðareglur Vakans

 

Til að hljóta viðurkenningu Vakans þurfa fyrirtæki að uppfylla öll lágmarksviðmið (merkt L) sem eiga við um rekstur þeirra og að lágmarki 70% almennra gæðaviðmiða

Öll fyrirtæki verða einnig að samþykkja að starfa samkvæmt siðareglum Vakans.

Opna almenn gæðaviðmið (PDF)