Þátttökugjald

 

Frá og með 1. janúar 2019 mun Ferðamálastofa hvorki innheimta umsóknar- né árgjald hjá þátttakendum í Vakanum. Skoðunar-/vottunarstofur munu innheimta gjöld vegna úttekta og byggja þau  m.a. á umfangi starfseminnar og fjölda starfsmanna.  Nánari upplýsingar má finna á heimasíðum þeirra eða með því að hafa beint samband.

Nöfn þeirra skoðunar-/vottunarstofa sem bjóða munu upp á úttektir skv. viðmiðum Vakans verða birt hér í byrjun febrúar.