Gæðaviðmið fyrir gistingu

Gæðaviðmið fyrir hótel byggja á viðmiðum Hotelstars en gæðaviðmið fyrir aðra flokka gistingar byggja á Qualmark gæðakerfinu.

Mikilvægt er að kynna sér viðmiðin vandlega áður en sótt er um þátttöku í Vakanum.

Vinsamlegast athugið!

Neðangreind gæðaviðmið eru ekki lengur í gildi. Endurskoðun er í gangi og verður ný og uppfærð útgáfa sett inn um leið og þau verða tilbúin.

 
Gæðaviðmið fyrir allar tegundir gistingar taka m.a. til eftirfarandi þátta:
 
  • Aðkomu og nánasta umhverfis
  • Hreinlætis
  • Þjónustu við gesti
  • Aðstöðu og búnaðar
  • Veitinga
  • Afþreyingar
  • Stjórnunar fyrirtækis
  • Menningar og sögu

Einnig verða öll fyrirtæki að samþykkja siðareglur Vakans.

Allir gististaðir þurfa að uppfylla lágmarks viðmið (merkt L) sem telja til mis margra stiga og geta verið mismunandi eftir tegundum gistingar og stjörnuflokkum. Því fleiri stjörnur því meiri kröfur. Heildarfjöldi stiga, að uppfylltum lágmarks viðmiðum, segir til um í hvaða stjörnuflokk gististaður raðast, allt frá einni stjörnu upp í fimm stjörnur, með möguleika á superior flokkun fyrir hótel.

Kaflaheiti í viðmiðunum eru aðeins mismunandi milli tegunda gistingar, en viðmiðin byggja þó öll á sama grunni, markmiðið er að auka fagmennsku með því að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund, hvort sem það snýr að þjónustu og aðbúnaði gesta eða starfsfólki fyrirtækisins. 

Ath. Ef gististaður býður afþreyingu auk gistingar þarf auk gistiviðmiða að fara í gegnum sértæk gæðaviðmið fyrir viðkomandi þjónustu.

Dæmi: Ferðaþjónustan Hóll rekur gistiheimili ásamt því að skipuleggja hestaferðir. Við úttekt á Hóli þarf auk gæðaviðmiða fyrir gistiheimili að fara í gegnum sértæk gæðaviðmið fyrir hestaferðir.