Umsóknarferli

  • Fyrirtæki senda inn umsókn á vefsíðu Vakans. 
  • Starfsmenn Vakans veita upplýsingar og leiðbeina í umsóknarferlinu.
  • Þrjár vottunar-/skoðunarstofur eru í samstarfi við Ferðamálastofu og bjóða upp á úttektir skv. viðmiðum Vakans.
  • Umsækjendur þurfa að velja og setja sig í samband við eina vottunar-/skoðunarstofu (einnig nefnt úttektarfyrirtæki). 
  • Nánari upplýsingar um verð og leiðbeiningar um fyrirkomulag úttekta er að finna hjá hverju og einu úttektarfyrirtæki.

Umsækjandi gerir samning við úttektarfyrirtæki og er miðað við þriggja ára ferli. Samningur er uppsegjanlegur skv. skilmálum úttektarfyrirtækis. Í samningi felst vottun og viðhaldsúttektir á tímabilinu. 

Vottunar-/skoðunarstofur sem eru samstarfsaðilar Ferðamálastofu:

 Ný fyrirtæki sem vottuð eru samkvæmt viðmiðum Vakans fá eftirfarandi

  • Rafrænt vottunarskírteini/viðurkenningarskjal.
  • Merki Vakans á rafrænu formi til að setja á vef og á kynningarefni.