Hjálpargögn

Hér að neðan má finna ýmis hjálpargögn, fræðsluefni, gátlista og fleira sem umsækjendur og aðrir geta nýtt sér. Bent er á að sumt af efninu er háð höfundarrétti og geta skal heimilda þar sem við á. 

Í samræmi við það markmið Vakans, að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu á Íslandi, eru hjálpargögnin opin öllum.

Gerð öryggisáætlana

Í ferðaþjónustu er mikilvægt að öryggismál séu í góðu lagi og því er gerð öryggisáætlana fyrir alla starfsemi/þjónustu nauðsynleg. Samkvæmt lögum um Ferðamálastofu nr. 96/2018 ber hverjum þeim sem hyggst framkvæma skipulagðar ferðir á íslensku yfirráðasvæði að hafa öryggisáætlanir fyrir sínar ferðir. Söluaðilar sem selja ferðir sem framkvæmdar eru af öðrum verða að ganga úr skugga um að öryggisáætlanir séu til staðar fyrir þær ferðir.

Öryggisáætlun er skipt í fjóra þætti; áhættumat, verklagsreglur, viðbragðsáætlun og atvikaskýrslu. Í neðangreindu riti má finna greinargóðar leiðbeiningar um gerð slíkra áætlana.


Áhættumat

Þetta eyðublað er hægt að nýta við gerð áhættumats sem er hluti af öryggisáætlun. Eyðublaðið er á excel formati og hægt að fylla það út eins og hentar í hverju tilfelli. Á eyðublaðinu eru gefin tvö einföld dæmi til leiðbeiningar, auðvelt er að stroka þau út.

Eftirfarandi eru dæmi um áhættumat fyrir valda þjónustu í áhættuflokki I, sjá nánar hér (bls. 3-4).


Verklagsreglur

Eftirfarandi dæmum er ætlað að auðvelda aðilum í ferðaþjónustu gerð verklagsreglna, í einhverjum tilfellum þarf aðeins lágmarks breytingar til að ferðaþjónustuaðilar geti nýtt dæmin fyrir sína starfsemi.


Viðbragðsáætlanir og atvikaskýrslur

Þetta eyðublað er gagnlegt að vista hjá sér en það er hluti af öryggisáætlun. Þá getur verið gott að prenta það út og hafa við höndina til útfyllingar verði óhöpp eða slys.  


Menntun, námskeið og þjálfun leiðsögumanna og annarra starfsmanna 

Senda þarf úttektaraðila yfirlit yfir menntun, námskeið og þjálfun leiðsögumanna og annarra starfsmanna. Þetta á fyrst og fremst við þá sem eru í ferðum og þá sem t.d. starfa á gististöðum, á söfnum, á baðstöðum o.fl. þar sem skyndihjálparnámskeiða o.fl. er krafist, sbr. kaflinn um menntun og þjálfun í sértækum gæðaviðmiðum. Til eru tæknilausnir sem hjálpa til við að halda utan um menntun og þjálfun, eins og Learncove, en fyrir minni fyrirtæki má nota eyðublaðið hér að neðan. Bæta má við dálkum og breyta skjalinu eins og hentar í hverju tilfelli.

Á leið til sjálfbærrar ferðaþjónustu - gátlisti

Fyrirtæki í vottunarferli þurfa að fylla gátlistann Á leið til sjálfbærrar ferðaþjónustu vandlega út, vista og senda til úttektarfyrirtækis. Hægt er að búa til aðgerðaráætlun á sviði umhverfis og sjálfbærni um leið og listinn er fylltur út með því að merkja í reitinn "færa í aðgerðaáætlun".

Gátlistanum er ætlað að gefa góða almenna mynd af því hvernig fyrirtæki stendur sig á sviði umhverfis- og sjálfbærnimála og til gefa hugmyndir um aðgerðir og verkefni og auðvelda markmiðasetningu. Mikilvægt er að vinna markvisst áfram með gátlistann til þess að halda áfram á leiðinni til sjálfbærrar ferðaþjónustu með því að setja sér ný markmið og aðgerðir. 

Gátlistann þarf að yfirfara að lágmarki árlega og endurmeta frammistöðu fyrirtækisins á sviði sjálfbærni

Opna gátlista

 

 

 

Samstarf í ferðaþjónustu

Að vera með vottun Vakans felur m.a. í sér þá ábyrgð að hvetja samstarfsaðila áfram til góðra verka og ganga úr skugga um að þeir séu með starfsleyfi og öryggisáætlanir fyrir þær ferðir sem þeir framkvæma enda er slíkt skylda lögum samkvæmt.

Hér má sjá tillögu um það hvernig kalla má eftir staðfestingu á slíku frá samstarfsaðilum.


Leiðbeiningarit Vakans

Í eftirfarandi ritum er að finna umfjallanir, dæmi og leiðbeiningar sem nýst geta fyrirtækjum við innleiðingu gæðakerfis.

Þjónusta við viðskiptavini 

Gæðaþjónusta, móttaka pantana, símsvörun, upplýsingagjöf, séróskir, kvartanir og ábendingar. 

Aðstaða og aðbúnaður 

Aðkoma og ásýnd, þrif, viðhald, og búnaður. Gátlistar og verklagsreglur. 

Stjórnendur og starfsfólk 

Mannauðsstefna, starfslýsingar, ráðningarsamningar, móttaka starfsmanna, starfsþjálfun, starfsþróun, starfsmannaviðtöl.

Stjórnun fyrirtækis

Fyrirtækjastefna, stefnumótun, áætlanagerð, ársreikningar, leyfisskyld starfsemi.

Mismunandi menningarheimar - samskipti og þjónusta.

Siðir og venjur, trú, augnsamband, persónulegt rými o.fl.


Námskeið og fræðsla fyrir starfsfólk veitinga- og gististaða

 Í sértækum gæðaviðmiðum fyrir veitingastaði og gistingu er gerð krafa um að starfsfólk hafi sótt tiltekin námskeið. Þeir efnisþættir sem æskilegt er að fara yfir koma fram í gátlistunum hér að neðan, en eðli og umfang hverrar starfsemi ræður því hversu djúpt er farið í þessa þætti og hvað á við í hverju tilfelli:
 

Eyðublöð og leiðbeiningar vegna ráðningar starfsmanna

Athygli er vakin á því að Vakinn tekur ekki ábyrgð á þeim samningum sem aðilar gera sín á milli.

Rétt er að benda á að aðilar eiga ekki frjálst val um hvort greidd eru laun eða verktakagreiðslur fyrir unnin störf, staða aðila ræðst af eðli starfssambands. Sjá nánar á heimasíðu Ríkisskattstjóra. 
Séu aðilar í vafa um eðli starfssambands má leita aðstoðar Ríkisskattstjóra. 

Hér er að finna gögn og leiðbeiningar frá ASÍ um réttindi og skyldur starfsmanna og vinnuveitenda, frekari upplýsingar og leiðbeiningar má finna á heimasíðu ASÍ.


 Hér má nálgast eldri útgáfu af almennum gæðaviðmiðum sem nýta má sem leiðbeinandi efni og gátlista í gæðastarfi


Áhugaverðir og gagnlegir tenglar

Chinavia - Hvernig tökum við á móti kínverskum ferðamönnum?

Kínverski markaðurinn er stærsti ferðamarkaður heims og kínverskum ferðamönnum sem ferðast um heim allan fjölgar ört. Kínverskum ferðamönnum hefur einnig fjölgað hér á Íslandi og margt bendir til að sú aukning haldi áfram.  Þessir gestir eru um margt ólíkir öðrum ferðamönnum og þarfir þeirra eru í mörgum tilfellum öðruvísi. Því er mikilvægt að undirbúa sig sem best.

Chinavia er samstarfsverkefni nokkurra borga og svæða á Norðurlöndum og er leitt af Wonderful Copenhagen. Á vefsíðu Chinavia má finna margvíslegt efni sem nýtist vel ferðaþjónustuaðilum, verslunum og öðrum sem veita kínverskum ferðamönnum þjónustu:

  • Stutt netnámskeið
  • Leiðbeiningar og skilti á kínversku
  • Matarvenjur og uppskriftir
  • Hvað er gott að hafa í huga í samskiptum við kínverska ferðamenn
  • Upplýsingar um gagnleg smáforrit

Fara á vefsíðu Chinavia.