Merki VAKANS á rafrænu formi til að setja á heimasíðu og prentað efni

Markaðslegur ávinningur af því að geta flaggað merkjum Vakans ætti að vera augljós, þ.e. að geta kynnt fyrir viðskiptavinum að fyrirtækið hafi verið tekið út af óháðum aðila og það hafi staðist viðurkenndar gæðakröfur. Að sama skapi er viðurkenning fyrir þátttöku í umhverfiskerfinu rós í hnappagat fyrirtækisins því vitundarvakning á sviði umhverfismála er vaxandi og viðskiptavinir beina í auknum mæli viðskiptum sínum til fyrirtækja sem sýna fram á ábyrgð í umhverfismálum.

Sjá nánar um kynningarmál Vakans og ávinning af þátttöku hér.

Mikilvægt er að merki Vakans séu sýnileg í öllu kynningarefni þátttakenda.

Aðeins þeir sem eru þátttakendur í Vakanum hafa heimild til að nota merki hans. 

Bent er á að rekstraraðilum gististaða er óheimilt að auðkenna gististaði með stjörnum eða öðrum merkjum sem gefa til kynna hvers konar gæðaflokkun nema að undangenginni formlegri gæðaúttekt þriðja aðila sem viðurkennd er af stjórnvöldum. (Sbr. reglugerð 1277/2016)

 Af gefnu tilefni er bent á að eldri stjörnuflokkunarskilti, blá að lit, tilheyra eldra kerfi sem lagðist af fyrir nokkrum misserum og mega því ekki hanga uppi á gististöðum þar sem þau geta gefið röng skilaboð.

Vörumerkjahandbók Vakans

Merki Vakans

Vakinn


Merki þátttakenda

Gæðakerfið skiptist í tvo flokka:

 • Stjörnuflokkun fyrir gististaði

  Frá einni og upp í fimm stjörnur, með superior möguleika,  fyrir sex flokka gistingar. Merki fyrir gistinguna er auðkennt með rauðum lit og á því kemur fram tegund gistingar og fjöldi stjarna.
 • Ferðaþjónusta - önnur en gisting

  Hér er ekki um stjörnuflokkun að ræða, annað hvort uppfylla fyrirtæki skilyrði til að teljast viðurkennd ferðaþjónusta eða ekki. Merkið er einkennt með bláum lit og eru tvö merki; sérstakt merki fyrir veitingastaði og annað fyrir aðra ferðaþjónustu.
   

 VeitingahúsViðurkennd ferðaþjónustaHostel 5 StjörnurHótel 4 stjörnurOrlofshús 4 StjörnurTjaldsvæði 3 Stjörnur Gistiheimili 3 Stjörnur Heimagisting 2 Stjörnur


Umhverfismerki; gull, silfur og brons

Umhverfisviðmiðin eru ætluð til að meta árangur fyrirtækja á sviði umhverfismála, samfélagslegrar ábyrgðar og tengsla við nærsamfélagið. Í framhaldi af úttekt fær fyrirtæki brons, silfur eða gullmerki eftir árangri.

Umhverfisflokkuð ferðaþjónusta gullUmhverfisflokkuð ferðaþjónusta silfurUmhverfisflokkuð ferðaþjónusta brons


 

Fyrirtæki sem standast úttekt fá að henni lokinni eftirfarandi:

 1. Skilti og viðurkenningarskjal 

 2. Siðareglur Vakans.

 3. Merki Vakans á rafrænu formi til að setja á heimasíðu og í prentað efni.

 4. Fána Vakans til að flagga utanhúss.

 5. Þau fyrirtæki sem taka þátt í umhverfiskerfi Vakans fá sérstakt skilti fyrir þann hluta.