Ávinningur


 

Ávinningur af vottun Vakans er margþættur:


 Skýrari stefna og aukin færni við rekstur.

  Bætt öryggi og velferð gesta og starfsmanna.

  Gæðastimpill fyrir fyrirtæki sem byggir á faglegri úttekt frá óháðum þriðja aðila.

  Stjörnuflokkun fyrir hótel.

  Samkeppnisforskot og aukin markaðstækifæri.

  Vakinn og vottuð fyrirtæki eru kynnt á margvíslegan hátt.

  Vottuð fyrirtæki eru undanþegin eftirliti Ferðamálastofu vegna öryggisáætlana.

  Árlegar úttektir og aðhald.

 Gæða- og umhverfisvottun veitir tilvonandi viðskiptavinum fullvissu um að fyrirtækið sem þeir hyggjast skipta við sé traust, öruggt, meðvitað um áhrif sitt á umhverfið og bjóði góða þjónustu.

Aðeins fyrirtæki sem uppfylla kröfur Vakans og eru með gilt vottunarskírteini hafa heimild til að nota merki Vakans. 

Kynningarmál Vakans

Nöfn fyrirtækja með vottun samkvæmt gæða- og umhverfisviðmiðum Vakans eru birt á vefsíðu Vakans. Jafnframt birtast Vakafyrirtæki efst á VisitIceland síðunni með merki Vakans. Fréttir um nýlega vottuð fyrirtæki eru birtar á vef Vakans og vef Ferðamálastofu  og komið á framfæri á samfélagsmiðlum. Fyrirtæki með vottun Vakans ber að birta merki Vakans á vefsíðu sinni, umfjöllun um vottunina og hvað í henni felst fyrir viðskiptavinum sínum. Best er að vera með tengil inn á ensku síðu Vakans þar sem fram kemur að Vakinn er opinber gæða- og umhverfisvottun íslenskrar ferðaþjónustu.

Auglýsingar og kynningar á Vakanum og vottuðum fyrirtækjum er talsverð og má sem dæmi nefna:

 • Auglýsing í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
 • Vakinn tekur þátt í Vestnorden og Mid-Atlantik og kynnir þar vottuð fyrirtæki.
 • Vottuð fyrirtæki í Vakanum eru merkt sérstaklega á Visit Iceland vefnum og birtast efst í lista.
 • Vakinn er reglulega kynntur erlendum ferðaskrifstofum í kynningum á vegum Íslandsstofu.

Nýir þátttakendur í Vakanum fá eftirfarandi

 • Rafrænt vottunarskírteini/viðurkenningarskjal.
 • Merki Vakans á rafrænu formi til að setja á heimasíðu og í prentað efni.

Að auki er hægt að fá :

 • Útiskilti með merki Vakans (viðurkennd ferðaþjónusta, viðurkenndur gististaður). Ath. hótel geta fengið skilti sem tilgreinir stjörnuflokk þeirra.
 • Umhverfisskilti (brons, silfur, gull). 
 • Fána með merki Vakans.
 • Límmiða með merki Vakans t.d. til að setja í bíla.

Verðlisti:

 • Skilti kr. 4500.- stk
 • Fáni  kr. 3.500.- stk
 • Límmiði 10x10 cm kr. 500.- stk