Ávinningur


 

Ávinningur af vottun Vakans er margþættur:


 Skýrari stefna og aukin færni við rekstur.

  Bætt öryggi og velferð gesta og starfsmanna.

  Gæðastimpill fyrir fyrirtæki sem byggir á faglegri úttekt frá óháðum þriðja aðila.

  Stjörnuflokkun fyrir hótel.

  Samkeppnisforskot og aukin markaðstækifæri.

  Vakinn og vottuð fyrirtæki eru auðkennd sérstaklega á visiticeland.com og ferdalag.is

  Vottuð fyrirtæki eru undanþegin eftirliti Ferðamálastofu vegna öryggisáætlana.

  Árlegar úttektir og aðhald.

 Gæða- og umhverfisvottun veitir tilvonandi viðskiptavinum fullvissu um að fyrirtækið sem þeir hyggjast skipta við sé traust, öruggt, meðvitað um áhrif sitt á umhverfið og bjóði góða þjónustu.

Aðeins fyrirtæki sem uppfylla kröfur Vakans og eru með gilt vottunarskírteini hafa heimild til að nota merki Vakans. 

Kynningarmál 

Nöfn fyrirtækja með vottun samkvæmt gæða- og umhverfisviðmiðum Vakans eru birt á vefsíðu Vakans. Fréttir um nýlega vottuð fyrirtæki eru birtar á vef Vakans og vef Ferðamálastofu  og komið á framfæri á samfélagsmiðlum. Fyrirtæki með vottun Vakans ber að birta merki Vakans á vefsíðu sinni, umfjöllun um vottunina og hvað í henni felst fyrir viðskiptavinum sínum. Best er að vera með tengil inn á ensku síðu Vakans þar sem fram kemur að Vakinn er opinber gæða- og umhverfisvottun íslenskrar ferðaþjónustu.

  • Vottuð fyrirtæki í Vakanum eru merkt sérstaklega á Visit Iceland vefnum og birtast efst í lista.
  • Vakinn er reglulega kynntur erlendum ferðaskrifstofum í kynningum á vegum Íslandsstofu.

Vottuð fyrirtæki fá eftirfarandi:

  • Rafrænt vottunarskírteini
  • Merki Vakans, með vottunarnúmeri, á rafrænu formi til að setja á heimasíðu og í prentað efni.