Gæðaviðmið, hjálpargögn o.fl.
Gæðaviðmið, hjálpargögn o.fl.
Gæðaviðmið, hjálpargögn o.fl.
Umhverfisviðmið, hjálpargögn o.fl.
Vakinn er gæða- og umhverfisvottun fyrir íslenska ferðaþjónustu. Verkefninu er stýrt af Ferðamálastofu. Þau fyrirtæki sem taka þátt fá óháðan þriðja aðila til að skoða og taka út starfsemi og þjónustu fyrirtækisins, fá staðfestingu á því sem vel er gert og tækifæri til að bæta það sem betur má fara.
Markviss úttekt byggð á gæða- og umhverfisviðmiðum sem hafa verið samþykkt af sérfræðingum á hverju sviði.
Staðfesting á því að fyrirtækið sinni gæða- og umhverfismálum af fagmennsku og heiðarleika.
Markaðslegur ávinningur og samkeppnisforskot með viðurkenningu Vakans.
Betri starfshættir og aukin fagmennska.
Auknar líkur á að uppfylla væntingar viðskiptavina.
Náttúran og orðspor landsins eru það mikilvægasta sem við eigum.
Ferðamenn leita frekar til fyrirtækja sem sýna ábyrgð og leggja sitt af mörkum til umhverfis- og samfélagsmála.
Gæða-, umhverfis- og öryggismál eru lykilþættir í framtíð íslenskrar ferðaþjónustu.
Vakinn er öflugt verkfæri til að auka fagmennsku og gæði í ferðaþjónustu.
Merki Vakans er gæðastimpill sem nýtist sem markaðstæki fyrir vottuð fyrirtæki .
Samkeppnishæfni áfangastaða byggir á mörgum þáttum, svo sem ímynd, gæðum, öryggi og umhverfismálum. Frammistaða fyrirtækja sem taka á móti ferðamönnum hefur áhrif á orðspor Íslands sem ferðamannalands auk þess sem gæðaþjónusta eykur líkur á ánægju viðskiptavina og getur verið leið til þess að skapa fyrirtækjum samkeppnisforskot og sérstöðu á meðal samkeppnisaðila.
Það liggja mikil tækifæri í því að auka gæði í íslenskri ferðaþjónustu fyrir áfangastaðinn Ísland. Í því verkefni er Vakinn, gæða- og umhverfisvottun ferðaþjónustunnar, öflugt verkfæri sem vert er að kynna sér nánar.
Mér fannst mjög gott og virkilega fræðandi að fara í gegnum þetta verkefni. Manni verður ljóst hvað þarf að laga og gera betur sem er ákaflega gott mál. Það eru sannkölluð forréttindi að eiga Vakann að.
Það er mikilvægt að hvert fyrirtæki líti inn á við og horfi á sig gagnrýnum augum til uppbyggingar. Það að leggja í þá vinnu að innleiða Vakann er krefjandi og öllum hollt. Eftir stendur sterkara fyrirtæki sem stuðlar að bættum gæðum í ferðaþjónustu og eflir umhverfisvitund starfsmanna og viðskiptavina.
Við fögnuðum því ákaft þegar Gæðakerfið Vakinn var sett á laggirnar. Viðskiptavinir eiga að geta verið vissir um að þeir séu að fá vöru sem uppfyllir kröfur um gæði og öryggi. Gæðavottun Vakans er að mínu mati rétta verkfærið fyrir ferðþjónustuna á Íslandi til þess að sjá til þess að það sé tryggt"
Við erum alveg gríðarlega stolt af þessari vottun. Sýningin í Perlunni snýr fyrst og fremst að einstakri náttúru Íslands og finnst okkur mikilvægt að leggja okkar af mörkum til samfélags- og umhverfismála. Leiðin að vottun Vakans var gefandi og lærdómsrík fyrir okkur öll og varð til þess að bæta ýmsa starfshætti innan fyrirtækisins.
Ég er þeirrar skoðunar að það sé hollt fyrir öll fyrirtæki að fara í svona heildstæða naflaskoðun á sínum rekstri og tel að enn einn ávinningurinn sé að maður er undirbúinn fyrir flestar eða allar óvæntar uppákomur sem geta átt sér stað í daglegum rekstri. Manni líður vel eftir úttekt af þessu tagi svona svolítið eins og eftir stórhreingerningu að vori með allt sitt á hreinu.
Við hjá Pink Iceland ákváðum að vera í VAKANUM því að við vildum vera virkir þátttakendur í uppbyggingu ferðaþjónustu landsins þar sem gæði, umhverfismál, þekking, heiðarleiki, öryggi og siðferði eru höfð að leiðarljósi. Við lítum á VAKANN sem markvisst stýritæki fyrir okkar innri rekstur sem endurspeglast út á við, til gesta okkar og samstarfsaðila.
Fyrir þá sem eru með gistingu:
Fyrir þá sem eru með ferðaþjónustu aðra en gistingu:
Sótt er um þátttöku í Vakanum á vefsíðu Vakans.
Með umsókn samþykkja forsvarsmenn skilmála Vakans.
Frá 1. janúar 2019 verða allir þáttttakendur í Vakanum að taka þátt í umhverfishluta og uppfylla að lágmarki skilyrði fyrir brons viðurkenningu. Þeim viðmiðum hefur verið bætt við almenn gæðaviðmið.
Mikilvægt er að kynna sér nánari upplýsingar um umsóknarferlið.
HVAÐA GÖGN ÞURFA AÐ VERA TIL?
Í almennum gæðaviðmiðum eru talin upp ýmis gögn sem þurfa að vera til hjá þátttakendum í Vakanum. Dæmi um nauðsynleg gögn sem þarf að senda inn til skoðunar-/vottunarstofu:
Úttekt skiptist í tvö þrep; skoðun á gögnum og vettvangsheimsókn. Þau almennu gæðaviðmið sem eru stjörnumerkt fela í sér að senda þurfi gögn og upplýsingar til úttektarfyrirtækis. Ef úttektaraðili metur gögnin fullnægjandi er næsta skref vettvangsheimsókn hjá viðkomandi fyrirtæki þar sem farið er yfir valin almenn og sértæk gæðaviðmið og kannað hvort að starfsemin sé í samræmi við skrifleg gögn og upplýsingar.
Ferðaþjónusta önnur en gisting:
Uppfylla þarf öll almenn og viðeigandi sértæk gæðaviðmið til þess að fá vottun Vakans.
Gisting:
Uppfylla þarf öll almenn og viðeigandi gæðaviðmið fyrir hvern gistiflokk til þess að fá vottun Vakans.
Stjörnuflokkun býðst fyrir þriggja til fimm stjörnu hótel en aðrar tegundir gistingar fá vottun (gæðavottað gistiheimili, gæðavottað hostel o.s.frv.).
"Quality means doing it right
when no one is looking."
-Henry Ford
"Quality means doing it right
when no one is looking."
-Henry Ford
"Quality means doing it right
when no one is looking."
-Henry Ford