Um Vakann

Vakinn er byggður á nýsjálensku gæðakerfi fyrir ferðaþjónustu sem kallast Qualmark. Mikil vinna hefur verið lögð í að staðfæra kerfið og laga að íslenskum aðstæðum, að því hefur komið fjöldi aðila úr ferðaþjónustu og sérfræðingar á ýmsum sviðum. 

Gæðaviðmið Vakans fyrir hótel eru þó unnin samkvæmt gæðaviðmiðum frá evrópska Hotelstars kerfinu sem leitt er af Hotrec samtökunum en viðmið fyrir aðra gistiflokka Vakans byggja á Qualmark.

Ferðamálastofa stýrir Vakanum en verkefnið var upphaflega unnið í samvinnu við Samtök Ferðaþjónustunnar, Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálasamtök Íslands.

Markmiðið með Vakanum er að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu á Íslandi ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja. Vakinn er verkfæri þátttakenda til að auka gæði og öryggi, veitir þeim leiðsögn og leggur til margvísleg hjálpargögn og gátlista sem má nýta til að bæta reksturinn og starfshætti í fyrirtækinu.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

 Fjölmörg atriði í gæða- og umhverfisviðmiðum Vakans svo og gátlistanum Á leið til sjálfbærrar ferðaþjónustu, endurspegla þau markmið sem fram koma í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.


    Umhverfi, gæði, fagmennska, samvinna, heiðarleiki og hreinleiki eru gildi íslenskrar ferðaþjónustu  (Ferðamálaáætlun 2011-2020) 


 

Starfsmenn Ferðamálastofu sem starfa við Vakann

Alda Þrastardóttir Áslaug Briem Elías Gíslason  
Alda Þrastardóttir
Verkefnastjóri
alda[hjá]ferdamalastofa.is    
Áslaug Briem 
Verkefnastjóri
aslaug[hjá]ferdamalastofa.is    
Elías Bj. Gíslason
Forstöðumaður
elias[hjá]ferdamalastofa.is     
 

Stýrihóp verkefnisins skipa

  • Elías Bj. Gíslason, fulltrúi Ferðamálastofu.
  • Jóhannes Þór Skúlason, fulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar.
  • Berglind Viktorsdóttir, Hey Iceland, fulltrúi þátttakenda.
  • Einar Torfi Finnsson, Íslenskir Fjallaleiðsögumenn, fulltrúi þátttakenda.

 Fulltrúar starfsmanna Ferðamálastofu sem starfa við Vakann sitja fundi stýrihópsins.

Hlutverk stýrihópsins er að

  • Taka þátt í áframhaldandi þróun Vakans.
  • Fjalla um endurskoðun gæða- og umhverfisviðmiða og staðfesta breytingar.
  • Fjalla um og staðfesta ný gæðaviðmið.
  • Vera talsmenn Vakans.

Úrskurðarnefnd

Á Ferðamálastofu er starfandi úrskurðarnefnd sem hefur það hlutverk að taka afstöðu í álitamálum og leysa úr ágreiningsmálum sem tengjast úttektum og upp kunna að koma á milli umsækjenda/þátttakanda í Vakanum og úttektaraðila.

Ef koma þarf á framfæri ábendingum eða kvörtun vegna vottaðra fyrirtækja má senda þær á netfangið vakinn@vakinn.is en viðkomandi vottunar- og skoðunarstofa fer almennt með meðferð slíkra kvartana.


Þakklæti fyrir aðstoð

Ferðamálastofa og stýrihópur Vakans vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra fjölmörgu sem hafa komið að gerð gæðaviðmiðanna. Í þeirri vinnu hefur  komið vel í ljós hversu ábyrg og öflug mörg íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru og góðar fyrirmyndir sem þar eru í forsvari, hafið þökk fyrir.