Á leið til sjálfbærrar ferðaþjónustu

Gátlistann, Á leið til sjálfbærrar ferðaþjónustu, sem sjá má hér að neðan er nauðsynlegt að fylla vandlega út, vista og senda til úttektarfyrirtækis.  Listanum er ætlað að gefa góða mynd af núverandi stöðu af því hvernig fyrirtæki stendur sig á sviði umhverfismála og samfélagsábyrgðar og auðvelda markmiðasetningu.     

Gátlistinn er fylltur út með því að merkja í viðeigandi reit eins og við á. Með því að haka í reitinn "færa í aðgerðaráætlun" þegar merkt er við gátlistann verður slík áætlun til aftast í listanum. Að lágmarki þurfa að vera þrjú atriði á aðgerðaáætluninni.

Vinsamlegst athugið eftirfarandi:

  1. Að setja skýringar og athugasemdir eins og hægt er.
  2. Í aðgerðaáætlun þarf að fylla út í alla reiti, útskýra hvernig tiltekin aðgerð verður framkvæmd, skrá fyrirhuguð verklok og hver sé ábyrgðaraðili.

Mikilvægt er að endurskoða aðgerðaráætlun í umhverfismálum árlega og setja ný markmið. 

Gátlisti

1.
Stefnumótun og starfshættir
Þarfnast athugunar Búið og gert Á ekki við hér Færa í aðgerðaáætlun Skýringar/athugasemdir
1.1.
Semja yfirlýsingu með áherslu á sjálfbæra ferðaþjónustu.
1.2.
Kynna sýn og stefnu fyrirtækisins fyrir starfsfólki.
1.3.
Endurskoða þessa sýn og stefnu reglulega.
1.4.
Hvetja starfsfólk til að láta í ljós skoðanir sínar og hugmyndir í umhverfisvernd og samfélagslegri ábyrgð.
1.5.
Styrkja umhverfisvitund starfsmanna.
1.6.
Meta fjárhagslega frammistöðu fyrirtækisins reglulega.
1.7.
Meta umhverfislega frammistöðu fyrirtækisins reglulega.
1.8.
Meta samfélagslega frammistöðu fyrirtækisins reglulega.
1.9.
Setja markmið og gefa út skýrslu um frammistöðu í umhverfismálum.
1.10.
1.11.
1.12.
2.
Innkaup og auðlindir
Þarfnast athugunar Búið og gert Á ekki við hér Færa í aðgerðaáætlun Skýringar/athugasemdir
2.1.
Þróa og taka upp innkaupastefnu sem stuðlar að sjálfbærni.
2.2.
Huga að líftímakostnaði við innkaup og aðrar ákvarðanir.
2.3.
Kaupa vörur úr nágrenninu frekar en aðrar vörur til sömu nota.
2.4.
Skipuleggja pantanir og innkaup til að fækka ferðum.
2.5.
Velja vörur án umbúða, í sem minnstum umbúðum, stórumbúðum eða umbúðum sem hægt er að endurnota.
2.6.
Forðast kaup á einnota vörum.
2.7.
Nota efni sparlega og draga úr notkun eiturefna, þ.m.t. hreinsiefna.
2.8.
Kaupa umhverfismerkta eða lífrænt vottaða vöru þar sem það er mögulegt.
2.9.
Kaupa "Fairtrade" vörur(sanngjarnir viðskiptahættir) ef kostur er.
2.10.
Setja upp vatnssparandi tæki og búnað.
2.11.
Draga úr vatnsnotkun, láta vatn aldrei renna að óþörfu.
2.12.
Bjóða kranavatn fremur en flöskuvatn.
2.13.
Nota vistvæn byggingarefni og aðferðir við framkvæmdir.
2.14.
2.15.
2.16.
3.
Orka
Þarfnast athugunar Búið og gert Á ekki við hér Færa í aðgerðaáætlun Skýringar/athugasemdir
3.1.
Viðhalda kæli- og hitakerfum vel og reglulega.
3.2.
Viðhalda loftræstikerfum vel og reglulega og nota þau í hófi.
3.3.
Mæla og skrá orkunotkun reglulega miðað við flatarmál, rúmmál, nýtingarhlutfall eða fjölda gesta.
3.4.
Gera áætlun um minnkandi orkunotkun með hliðsjón af mælingum.
3.5.
Nota orkusparandi lýsingu.
3.6.
Kaupa orkunýtin tæki og búnað (skoða orkumerkingar).
3.7.
Slökkva á ljósum, tækjum og búnaði sem ekki er í notkun.
3.8.
Þjálfa bílstjóra í vistakstri.
3.9.
Viðhalda ökutækjum reglulega.
3.10.
Fylgjast með þróun á nýju eldsneyti og nýta sér það eftir föngum.
3.11.
Stuðla og hvetja til vistvæns ferðamáta starfsmanna.
3.12.
Stuðla að vistvænum flutningum á vöru, samnýtingu ferða o.s.frv.
3.13.
3.14.
3.15.
4.
Úrgangur
Þarfnast athugunar Búið og gert Á ekki við hér Færa í aðgerðaáætlun Skýringar/athugasemdir
4.1.
Gera áætlun um aðgerðir til að draga úr myndun úrgangs.
4.2.
Endurnota pappír og pappa.
4.3.
Reyna að endurnota vöru, selja hana eða gefa að notkun lokinni.
4.4.
Skila drykkjarvöruumbúðum í endurvinnslu.
4.5.
Skila pappír og pappa í endurvinnslu.
4.6.
Skila gleri í endurvinnslu.
4.7.
Skila plasti í endurvinnslu.
4.8.
Skila málmum í endurvinnslu.
4.9.
Skila raftækjaúrgangi í endurvinnslu.
4.10.
Skila spilliefnum í spilliefnamóttöku.
4.11.
Skila lyfjaafgöngum í apótek.
4.12.
Koma lífrænum úrgangi í jarðgerð.
4.13.
Vinna með sveitarfélögum og úrgangsfyrirtækjum að lausnum í úrgangsmálum.
4.14.
4.15.
4.16.
5.
Náttúruvernd
Þarfnast athugunar Búið og gert Á ekki við hér Færa í aðgerðaáætlun Skýringar/athugasemdir
5.1.
Styðja uppgræðslu lands.
5.2.
Vinna með öðrum gegn útbreiðslu ágengra tegunda.
5.3.
Fylgja leiðbeiningum um fráveitumál.
5.4.
Fylgjast með því sem fer ofan í niðurföll.
5.5.
Vinna að bættum merkingum (sem stuðla að stýringu á umferð á viðkvæmum svæðum).
5.6.
Styðja við eða taka þátt í umhverfisrannsóknum.
5.7.
Styðja við frjáls náttúrverndarsamtök.
5.8.
Stuðla að aðgerðum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.
5.9.
Stuðla að fræðslu um náttúruvernd.
5.10.
Stuðla að aðgerðum til að draga úr neikvæðum áhrifum af umgengni sem hlýst af viðkomandi starfsemi.
5.11.
Stuðla að minni lausagangi bifreiða.
5.12.
Stuðla að bættu aðgengi og stígagerð í nær og/eða fjær umhverfi.
5.13.
5.14.
5.15.
6.
Samfélag
Þarfnast athugunar Búið og gert Á ekki við hér Færa í aðgerðaáætlun Skýringar/athugasemdir
6.1.
Mynda langtímasambönd og styðja við samfélagshópa (t.d. íþróttafélög, náttúruverndarsamtök, hjálparsamtök o.fl.).
6.2.
Styðja einstök málefni í nærsamfélaginu til skamms tíma, t.d. þátttöku einstaklinga í keppnisferðum, stuðningur við einstakling vegna læknismeðferðar o.fl.
6.3.
Gefa framleiðsluvöru eða þjónustu til samfélagsverkefna.
6.4.
Gefa notaðan búnað til skóla eða samfélagshópa.
6.5.
Taka sæti í nefnd eða stjórn samtaka í héraði.
6.6.
Veita ráðgjöf og fræðslu til fyrirtækja eða samfélagshópa í heimabyggð.
6.7.
Vinna með öðrum ferðaþjónustuaðilum á svæðinu.
6.8.
Bjóða upp á starfsnám í ferðaþjónustu.
6.9.
Styðja birgja á svæðinu með markvissum hætti.
6.10.
Nýta staðþekkingu og starfskrafta heimamanna.
6.11.
Halda opið hús fyrir heimamenn.
6.12.
Vinna með sveitarstjórn að stefnumótun fyrir samfélagið (Staðardagskrá 21).
6.13.
6.14.
6.15.
7.
Birgjar og markaður
Þarfnast athugunar Búið og gert Á ekki við hér Færa í aðgerðaáætlun Skýringar/athugasemdir
7.1.
Kannast við lykilstofnanir eða samtök sem skipta mestu máli fyrir sjálfbærni fyrirtækisins.
7.2.
Vinna með öðru forystufólki í viðskiptalífinu að breytingum í samfélaginu og í ferðaþjónustu svæðisins.
7.3.
Hvetja til ábyrgrar og öruggrar notkunar á eigin vöru eða þjónustu.
7.4.
Kanna væntingar og ánægju viðskiptavina vegna þjónustu, umhverfisþætti og sjálfbærni.
7.5.
Kanna frammistöðu helstu keppinauta á sviði sjálfbærni.
7.6.
Leita markaðstækifæra sem tengjast góðum málefnum.
7.7.
Vita hvar helstu hráefni eru framleidd og hvernig staðið er að framleiðslunni.
7.8.
Upplýsa birgja um áherslur og kröfur fyrirtækis á sviði sjálfbærni.
7.9.
Leita samstarfs við birgja og samkeppnisaðila um vistvæna flutninga.
7.10.
Nota öll tækifæri til að fylgjast með birgjum og tryggja æskileg vinnuferli.
7.11.
7.12.
7.13.
8.
Upplýsingar til viðskiptavina
Þarfnast athugunar Búið og gert Á ekki við hér Færa í aðgerðaáætlun Skýringar/athugasemdir
8.1.
Hvetja gesti til að nota sömu handklæði oftar.
8.2.
Hvetja viðskiptavini til að flokka allan úrgang.
8.3.
Hvetja viðskiptavini til að spara orku, t.d. vatn, hita og rafmagn.
8.4.
Upplýsa viðskiptavini um gæði kranavatns.
8.5.
Upplýsa viðskiptavini um gæði yfirborðsvatns í næsta nágrenni.
8.6.
Fræða viðskiptavini um náttúru og sögu nánasta umhverfis.
8.7.
Upplýsa viðskiptavini um áherslur fyrirtækisins á sviði sjálfbærrar þróunar.
8.8.
Upplýsa viðskiptavini um umhverfiskerfi VAKANS.
8.9.
Kynna umhverfis- og sjálfbærnistefnu fyrirtækisins fyrir viðskiptavinum og hvernig viðkomandi getur lagt málefninu lið.
8.10.
8.11.
8.12.

Aðgerðaáætlun

Aðgerð Hvernig framkvæmt Áætluð verklok, dags. Verki lokið, dags. Ábyrgðaraðili
Bæta nýrri línu við

Leiðbeiningar fyrir prentun og vistun á eyðublaðinu

  1. Fyllið út eyðublaðið. Mælt er með því að nota Google Chrome vafrann.
  2. Smellið á hnappinn Sjá prentvæna útgáfu og smellið svo á Prenta til að prenta út
  3. Til að vista sem PDF þarf að velja Save as PDF í stað þess að prenta í prentmöguleikum.