Fréttir

Perlan í Öskjuhlíð í Vakann

Perla norðursins bættist nýverið í hóp gæðafyrirtæki Vakans en það setti upp og rekur hinar vinsælu náttúru- og upplifunarsýningar í Perlunni í Öskjuhlíð undir nafninu Perlan – Wonders of Iceland. Má með sanni segja að þetta einstaka mannvirki á einum mest áberandi stað höfuðborgarinnar hafi öðlast nýtt líf við tilkomu þeirra.
Lesa meira

Öll starfsemi Bláa Lónsins í Vakann

Bláa Lónið er nú komið með alla sína starfsemi í Vakann, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Nýjasta vottunin er Silica Hótel með 4 stjörnur superior og Moss veitingastaður sem er nú gæðavottaður.
Lesa meira

Fyrstu fimm stjörnu hótelin

Í fyrsta skipti hafa íslensk hótel nú hlotið fimm stjörnu flokkun samkvæmt viðurkenndu hótelflokkunarkerfi.
Lesa meira

VAXANDI MIKILVÆGI GÆÐA- OG UMHVERFISVOTTUNAR Í HUGUM FERÐAFÓLKS

Sífellt fleiri ferðamenn sem hingað koma segi það skipta máli við kaup á ferðatengdri þjónustu að viðkomandi fyrirtæki hafi viðurkennda gæða- og umhverfisvottun. Þetta er meðal þess sem lesa má úr niðurstöðum könnunar Ferðamálastofu.
Lesa meira

Friðheimar ljúka nýju vottunarferli

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Vakann

Opnað hefur verið að nýju fyrir umsóknir í Vakann. Síðustu mánuði hefur verið unnið að breyttu fyrirkomulagi úttekta og því ekki verið tekið á móti umsóknum.
Lesa meira

Samstarfsaðilar um gæða- og umhverfisúttektir

Ferðamálastofa auglýsir eftir óháðum skoðunar- eða vottunarstofum til að annast úttektir hjá þátttakendum í Vakanum, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar.
Lesa meira

Fosshótel Húsavík komið í hópinn með þrjár stjörnur superior

Fosshótel Húsavík hefur bæst í hóp vaskra Vakafyrirtækja og flaggar með stolti þremur stjörnum superior og brons merki í umhverfishlutanum. Þar með eru 8 hótel undir hatti Íslandshótela komin með stjörnuflokkun Vakans. Auk þess eru veitingastaðir á vegum keðjunnar Haust, Bjórgarðurinn og Grand Restaurant allir með gæðaviðurkenningu Vakans.
Lesa meira

Adventure Vikings er nýr þátttakandi í Vakanum

Við óskum þeim innilega til hamingju og bjóðum þau velkomin í hópinn
Lesa meira

Go West nýr þátttakandi í Vakanum - til hamingju!

Go West /Út og vestur, ferðaþjónustufyrirtæki með aðsetur að Arnarstapa, er nú þátttakandi í Vakanum og hefur einnig uppfyllt gullviðmið umhverfiskerfis Vakans fyrir vistvæna ferðaþjónustu. Það eru hjónin Þuríður Maggý Magnúsdóttir og Jón Jóel Einarsson sem reka Út og vestur ehf. og eru þau að halda upp á tíu ára afmæli fyrirtækisins þetta árið. Þau hafa frá upphafi lagt mikla áherslu á líkamlega hreyfingu og umhverfismál í sinni þjónustu.
Lesa meira