Fréttir

Snorri Valsson ráðinn í stöðu sérfræðings

Snorri Valsson hefur verið ráðinn í stöðu sérfræðings hjá Ferðamálastofu. Starfið var auglýst þann 18. janúar síðastliðinn en það felst í vinnu við Vakann, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar.
Lesa meira

Námskeið björgunarskólans í mars

Vert er að minna fyrirtæki í ferðaþjónustu á samstarfssamning Samtaka ferðaþjónustunnar, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ferðamálastofu fyrir hönd Vakans um auknar forvarnir og öryggi í ferðaþjónustu. Fyrirtæki innan SAF og Vakans fá 20% afslátt af námskeiðum Björgunarskólans en dagskráin í mars liggur nú fyrir.
Lesa meira

Lamb Inn í Vakann

Lamb Inn gistihús og Lamb Inn heimagisting hljóta viðurkenningu Vakans sem 4 stjörnu gisting og jafnframt brons-umhverfismerki Vakans. Heimagisting Lamb Inn er fyrsta heimagistinga á landinu til að hljóta viðurkenningu Vakans.
Lesa meira

Iceland Encounter hlýtur viðurkenningu Vakans

Ferðaskrifstofan Iceland Encounter hlaut í byrjun nóvember vikurkenningu Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar.
Lesa meira

Narfastaðir, Brunnhóll og Sólheimahjáleiga til liðs við Vakann

Þrjú gistiheimili innan Ferðaþjónustu bænda fengu viðurkenningu Vakans á uppskeruhátíð samtakanna þann 16. nóvember síðastliðinn. Þetta eru gististaðirnir Gistihúsið Narfastöðum, Brunnhóll, og Sólheimahjáleiga sem nú flokkast öll sem 4 stjörnu gistiheimili. Að auki fengu Narfastaðir gull-merki í umhverfiskerfi Vakans og Brunnhóll brons umhverfismerki. Óskum við öllum þremur innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Lesa meira

Ferðaþjónusta bænda í Vakann

Ferðaþjónusta bænda hlaut viðurkenningu Vakans sem veitt var við hátíðlega athöfn á uppskeruhátið félagsmanna þann 16. nóvember 2015
Lesa meira

South Iceland Adventure bætist í hópinn

South Iceland Adventure hlaut í vikunni viðurkenningu Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar. Sannast þar enn og aftur að Vakinn hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.
Lesa meira

Ensku húsin hljóta viðurkenningu Vakans

Ensku húsunum við Langá á Mýrum hlotnaðist á dögunum viðurkenning Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar á Íslandi. Fyrirtækið er um leið fyrsti gististaðurinn á Vesturlandi sem tekinn er inn í gæðakerfið.
Lesa meira

Samstarf um auknar forvarnir og öryggi í afþreyingarferdaþjónustu

Í gær var undirritaður samstarfssamningur milli Samtaka ferðaþjónustunnar, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og VAKANS um auknar forvarnir og öryggi í ferðaþjónustu. Markmiðið með samningnum er að bæta námsframboð og þjálfun starfsmanna í afþreyingarferðaþjónustu á Íslandi með hliðsjón af þeim kröfum sem gerðar eru í VAKANUM - gæðakerfi ferðaþjónustunnar.
Lesa meira

Bláa Lónið er nýjasti þátttakandinn í Vakanum

Bláa Lónið hlaut í dag viðurkenningu Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar auk þess sem veitingastaðurinn Lava og Blue Café í Bláa Lóninu fengu sérstaka viðurkenningu.
Lesa meira