03.12.2015
Lamb Inn gistihús og Lamb Inn heimagisting hljóta viðurkenningu Vakans sem 4 stjörnu gisting og jafnframt brons-umhverfismerki Vakans. Heimagisting Lamb Inn er fyrsta heimagistinga á landinu til að hljóta viðurkenningu Vakans.
Lesa meira
23.11.2015
Ferðaskrifstofan Iceland Encounter hlaut í byrjun nóvember vikurkenningu Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar.
Lesa meira
20.11.2015
Þrjú gistiheimili innan Ferðaþjónustu bænda fengu viðurkenningu Vakans á uppskeruhátíð samtakanna þann 16. nóvember síðastliðinn. Þetta eru gististaðirnir Gistihúsið Narfastöðum, Brunnhóll, og Sólheimahjáleiga sem nú flokkast öll sem 4 stjörnu gistiheimili. Að auki fengu Narfastaðir gull-merki í umhverfiskerfi Vakans og Brunnhóll brons umhverfismerki. Óskum við öllum þremur innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Lesa meira
18.11.2015
Ferðaþjónusta bænda hlaut viðurkenningu Vakans sem veitt var við hátíðlega athöfn á uppskeruhátið félagsmanna þann 16. nóvember 2015
Lesa meira
14.10.2015
South Iceland Adventure hlaut í vikunni viðurkenningu Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar. Sannast þar enn og aftur að Vakinn hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.
Lesa meira
14.10.2015
Ensku húsunum við Langá á Mýrum hlotnaðist á dögunum viðurkenning Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar á Íslandi. Fyrirtækið er um leið fyrsti gististaðurinn á Vesturlandi sem tekinn er inn í gæðakerfið.
Lesa meira
09.10.2015
Í gær var undirritaður samstarfssamningur milli Samtaka ferðaþjónustunnar, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og VAKANS um auknar forvarnir og öryggi í ferðaþjónustu. Markmiðið með samningnum er að bæta námsframboð og þjálfun starfsmanna í afþreyingarferðaþjónustu á Íslandi með hliðsjón af þeim kröfum sem gerðar eru í VAKANUM - gæðakerfi ferðaþjónustunnar.
Lesa meira
30.09.2015
Bláa Lónið hlaut í dag viðurkenningu Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar auk þess sem veitingastaðurinn Lava og Blue Café í Bláa Lóninu fengu sérstaka viðurkenningu.
Lesa meira
16.06.2015
DIVE.IS hlaut á dögunum bæði ferðaþjónustu- og umhverfisviðurkenningu Vakans. Fyrirtækið var stofnað árið 1997 og býður uppá köfunarferðir víðsvegar um landið þótt megináherslan sé á köfunar- og snorkelferðir í gjána Silfru á Þingvöllum.
Lesa meira
05.06.2015
Ferðaskrifstofan TripCreator hlaut á dögunum viðurkenningu Vakans, en ferðaskrifstofan á og rekur vefinn tripcreator.com, sem er einstakur á heimsvísu
Lesa meira