Námskeið björgunarskólans í mars

Vert er að minna fyrirtæki í ferðaþjónustu á samstarfssamning Samtaka ferðaþjónustunnar, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ferðamálastofu fyrir hönd Vakans um auknar forvarnir og öryggi í ferðaþjónustu. Fyrirtæki innan SAF og Vakans fá 20% afslátt af námskeiðum Björgunarskólans en dagskráin í mars liggur nú fyrir.

Vert er að minna fyrirtæki í ferðaþjónustu á samstarfssamning Samtaka ferðaþjónustunnar, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ferðamálastofu fyrir hönd Vakans um auknar forvarnir og öryggi í ferðaþjónustu. Fyrirtæki innan SAF og Vakans fá 20% afslátt af námskeiðum Björgunarskólans en dagskráin í mars liggur nú fyrir.

Markmiðið með samningnum er að bæta námsframboð og þjálfun starfsmanna í afþreyingarferðaþjónustu á Íslandi með hliðsjón af þeim kröfum sem gerðar eru í Vakanum. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) höfðu frumkvæði að því að efla samstarf milli ofangreindra aðila með það fyrir augum að aðlaga betur fjölbreytt námsefni Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar og heimasíðu að þörfum ferðaþjónustunnar. 

Af annarri þjónustu sem fyrirtækjum innan SAF og Vakans stendur til boða í tengslum við samninginn má nefna að raunhæfnimat fyrir starfsmenn og fyrirtæki geta fengið fræðslufulltrúa í heimsókn.

Dagskrá Björgunarkólans í mars