Snorri Valsson ráðinn í stöðu sérfræðings

Snorri Valsson hefur verið ráðinn í stöðu sérfræðings hjá Ferðamálastofu. Starfið var auglýst þann 18. janúar síðastliðinn en það felst í vinnu við Vakann, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar.

Snorri ValssonSnorri Valsson hefur verið ráðinn í stöðu sérfræðings hjá Ferðamálastofu. Starfið var auglýst þann 18. janúar síðastliðinn en það felst í vinnu við Vakann, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar.

Snorri var valinn úr stórum hópi hæfra umsækjenda en alls bárust 69 umsóknir um starfið. Hann er með MA próf í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands, BA próf í trompetleik frá tónlistarháskólanum í Vínarborg og leiðsögupróf frá Leiðsögumannaskóla Íslands. Undanfarin ár hefur Snorri starfað hjá Iceland Travel, sinnt kennslu við Endurmenntun Háskóla Íslands í leiðsögunámi á háskólastigi og verið sjálfstætt starfandi leiðsögumaður. Snorri hefur í mörg undanfarin ár komið að ferðaþjónustu og tók m.a. þátt í innleiðingu á Vakanum hjá Iceland Travel. Snorri mun hefja störf þann 11. apríl næstkomandi.