Fréttir

Arctic Adventures fjölskyldan fær Vakann

Arctic Adventures og dótturfyrirtæki þess; Arctic Rafting, Dive Silfra, Trek Iceland og Glacier Guides tóku nýverið við gæðavottun Vakans. Auk gæðavottunarinnar fengu fyrirtækin bronsmerki í umhverfisþætti Vakans.
Lesa meira

Námskeið Björgunarskólans í september

Vert er að minna fyrirtæki í ferðaþjónustu á samstarfssamning Samtaka ferðaþjónustunnar, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ferðamálastofu fyrir hönd Vakans um auknar forvarnir og öryggi í ferðaþjónustu. Fyrirtæki innan Vakans fá 20% afslátt af námskeiðum Björgunarskólans en dagskráin í september liggur nú fyrir.
Lesa meira

Upplýsingamiðstöðin í Aðalstræti í Vakann

Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Aðalstræti í Reykjavík hefur lokið innleiðingu Vakans með glæsibrag en auk gæðaflokkunar þá hlýtur miðstöðin brons í umhverfisþætti Vakans. Áður hafa sjötíu og eitt ferðaþjónustufyrirtæki hlotið Vakann, þar af eru fimmtíu með umhverfisflokkun. Yfir áttatíu ferðaþjónustufyrirtæki eru nú í úttektarferli Vakans
Lesa meira

Iceland Unlimited til liðs við Vakann

Enn fjölgar í hópi gæðafyrirtækja sem ganga til liðs við Vakann. Iceland Unlimited hefur nú lokið innleiðingarferli með glæsibrag og auk gæðavottunar þá hlýtur fyrirtækið brons í umhverfisþætti Vakans.
Lesa meira

Tjaldsvæði geta sótt um stjörnuflokkun Vakans

Viðmið í Vakanum fyrir tjaldsvæði eru tilbúin og samþykkt af stýrihóp Vakans. Um er að ræða sjöttu viðmiðin í gistihlutanum. Þetta er jafnframt ákveðinn lokaáfangi gæða- og umhverfiskerfisins því þar með eru öll viðmið sem lagt var upp með í upphafi tilbúin og orðin opinber.
Lesa meira

Terra Nova og Iceland Tours fá gæða- og umhverfisviðurkenningu Vakans

Terra Nova og systurfélagið Iceland Tours hlutu á dögunum viðurkenningu Vakans og eru því fullgildir þátttakendur í Vakanum. Jafnframt fékk fyrirtækið bronsmerki í umhverfiskerfi Vakans.
Lesa meira

Scuba Iceland bætist í hópinn

Ferða- og köfunarþjónustufyrirtækið Scuba Iceland hlaut í dag gæðaviðurkenningu Vakans. Scuba Iceland var stofnað árið 2008 og hefur aðallega lagt áherslu á ferðaþjónustu fyrir erlenda ferðamenn í köfun og yfirborðsköfun, í Silfru á Þingvöllum.
Lesa meira

Íslandshótel fá gæða- og umhverfisviðurkenningu Vakans

Íslandshótel hafa hlotið stjörnuflokkun Vakans fyrir sex hótel á sínum vegum en það eru Grand Hótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Centrum, Best Western Hótel Reykjavík, Fosshótel Baron, Fosshótel Lind og Fosshótel Reykjavík. Auk þess fá veitingastaðirnir Haust, Bjórgarðurinn og Grand Restaurant allir gæðaviðurkenningu Vakans og umhverfisflokkun líkt og áðurnefnd hótel.
Lesa meira

Skjaldarvík í Vakann

Ferðaþjónustan Skjaldarvík er nýjasti þátttakandinn í Vakanum. Gistiheimilið Skjaldarvík hlýtur viðurkenningu Vakans sem fjögurra stjörnu gisting og hestaleigan í Skjaldarvík sem viðurkennd ferðaþjónusta. Þá fær Skjaldarvík jafnframt brons-umhverfismerki Vakans.
Lesa meira

Hótel Ísafjörður með fyrstu Vakaflokkunina á Vestfjörðum

Hótel Ísafjörður hf. sem rekur þrjá gististaði; Hótel Ísafjörð - Torg, Hótel Ísafjörð - Horn og Hótel Ísafjörð - Gamla (áður Gamla gistihúsið) auk veitingastaðarins Við Pollinn hljóta nú viðurkenningu Vakans. Hótel Ísafjörður hf. er þar með fyrsta fyrirtækið á Vestfjörðum sem fær viðurkenningu Vakans.
Lesa meira