Iceland Unlimited til liðs við Vakann

Enn fjölgar í hópi gæðafyrirtækja sem ganga til liðs við Vakann. Iceland Unlimited hefur nú lokið innleiðingarferli með glæsibrag og auk gæðavottunar þá hlýtur fyrirtækið brons í umhverfisþætti Vakans.

Jón Gunnar Benjamínsson tekur við viðurkenningu Vakans frá Hrafnhildi Ýr Víglundsdóttur frá Ferðamálastofu.

Enn fjölgar í hópi gæðafyrirtækja sem ganga til liðs við Vakann. Iceland Unlimited hefur nú lokið innleiðingarferli með glæsibrag og auk gæðavottunar þá hlýtur fyrirtækið brons í umhverfisþætti Vakans.

Erum stolt af þessu skrefi

„Við hjá Iceland Unlimited erum afskaplega stolt af því að hafa hlotið inngöngu í Vakann og þannig stuðlað að auknum gæða og umhverfismálum í ferðaþjónustu á Íslandi og bætt starfsemi okkar sjálfra til hins betra. Það mun skila sér með ánægðari gestum og starfsfólki auk þess sem við aukum öryggi viðskiptavina okkar á meðan þeir eru í ferð sem við höfum skipulagt“, segir Jón Gunnar Benjamínsson, stofnandi og eigandi Iceland Unlimited.

Stofnað 2010

Að sögn Jóns Gunnars var fyrirtækið stofnað í ágúst 2010 og sleit barnsskónum í Hugmyndahúsi Háskólanna þar sem hann lagði grunninn og var eini starfsmaður fyrirtækisins fyrstu mánuðina. Fljótlega bættist í hópinn og í dag eru fastráðnir starfsmenn 11talsins auk þess sem fyrirtækið er í samstarfi við fjölda verktaka.

„Með vinnunni sem fylgdi innleiðingu Vakans endurskoðuðum við starfsumhverfi Iceland Unlimited sem og verklagsreglur og teljum okkur betur í stakk búin til að takast á við alla þætti starfseminnar og til að bregðast við margvíslegum málum sem upp kunna að koma er varða starfsemi fyrirtækisins,“ segir Jón Gunnar.

www.icelandunlimited.is