16.06.2017
Frekari skref í rafrænni þjónustu Ferðamálastofu hafa nú verið stigin með því að færa umsóknir fyrir Vakann inn í þjónustugátt stofnunarinnar. Með því er umsóknaferlið einfaldað fyrir bæði viðskiptavini og stofnunina.
Lesa meira
02.06.2017
Hvalaskoðun Akureyri er nýjasti liðsmaður Vakans. Fyrirtækið var sett á laggirnar á vormánuðum 2016 og gerir út hvalaskoðunarferðir allt árið um kring í Eyjafirði ásamt því að bjóða upp á Norðurljósasiglingar yfir vetrartíman.
Lesa meira
31.05.2017
Fyrirtækið I heart Reykjavík - IHR ehf. bættist nú fyrir skömmu í ört vaxandi hóp þátttakenda í Vakanum og óskum við þeim hjartanlega til hamingju.
Lesa meira
03.05.2017
Nýjasta fyrirtækið innan Vakans er Vogafjós í Mývatnssveit. Er mikið ánægjuefni að fá til liðs við Vakann aðila frá þessu sterka ferðaþjónustusamfélagi.
Lesa meira
18.04.2017
Þátttakendum í Vakanum fjölgaði um tvo nýverið þegar Upplýsingamiðstöð Suðurlands og Hveragarðurinn í Hveragerði bættust í hópinn.
Lesa meira
03.03.2017
Ísafold Travel tók við gæða- og umhverfisflokkun Vakans á dögunum en fyrirtækið fagnar 20 ára starfsafmæli á árinu.
Lesa meira
01.03.2017
Ferðamálastofa, fyrir hönd Vakans, og Alþýðusamband Íslands skrifuðu í dag undir samstarfssamning með það að markmiði að þátttakendur í Vakanum starfi eftir gildandi kjarasamningum. Með þessu er leitast við að styrkja það hlutverk Vakans að byggja upp samfélagslega ábyrgð innan greinarinnar.
Lesa meira
24.01.2017
Mountaineers of Iceland hlaut á dögunum viðurkenningu Vakans og bronsmerki í umhverfishluta. Fyrirtækið hefur verið starfrækt síðan 1996 og býður upp á ýmsar ævintýraferðir þar sem megin áherslan er á vélsleðaferðir á Langjökli.
Lesa meira
21.12.2016
Í dag fékk Radisson Blu Hótel Saga gæðaviðurkenningu Vakans afhenta. Flokkast Hótel Saga nú sem fjögurra stjörnu hótel samkvæmt viðurkenndum gæðaviðmiðum Vakans. Einnig fær hótelið gullmerki í umhverfihlutanum.
Lesa meira
19.12.2016
CenterHotel Arnarhvoll hefur farið í gegnum gæðaúttekt Vakans og flokkast nú sem 4ra stjörnu hótel samkvæmt viðurkenndum gæðaviðmiðum Vakans fyrir hótel, sem byggja á viðmiðum hotelstars.eu. Ennfremur fær veitingastaðurinn Ský, sem staðsettur er á efstu hæð hótelsins, gæðaviðurkenningu Vakans.
Lesa meira