01.03.2017
Ferðamálastofa, fyrir hönd Vakans, og Alþýðusamband Íslands skrifuðu í dag undir samstarfssamning með það að markmiði að þátttakendur í Vakanum starfi eftir gildandi kjarasamningum. Með þessu er leitast við að styrkja það hlutverk Vakans að byggja upp samfélagslega ábyrgð innan greinarinnar.
Lesa meira
24.01.2017
Mountaineers of Iceland hlaut á dögunum viðurkenningu Vakans og bronsmerki í umhverfishluta. Fyrirtækið hefur verið starfrækt síðan 1996 og býður upp á ýmsar ævintýraferðir þar sem megin áherslan er á vélsleðaferðir á Langjökli.
Lesa meira
21.12.2016
Í dag fékk Radisson Blu Hótel Saga gæðaviðurkenningu Vakans afhenta. Flokkast Hótel Saga nú sem fjögurra stjörnu hótel samkvæmt viðurkenndum gæðaviðmiðum Vakans. Einnig fær hótelið gullmerki í umhverfihlutanum.
Lesa meira
19.12.2016
CenterHotel Arnarhvoll hefur farið í gegnum gæðaúttekt Vakans og flokkast nú sem 4ra stjörnu hótel samkvæmt viðurkenndum gæðaviðmiðum Vakans fyrir hótel, sem byggja á viðmiðum hotelstars.eu. Ennfremur fær veitingastaðurinn Ský, sem staðsettur er á efstu hæð hótelsins, gæðaviðurkenningu Vakans.
Lesa meira
13.12.2016
Ferðaþjónustan samhent á Suðausturlandi
Lesa meira
24.11.2016
Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Radisson Blu 1919 Hótel í Reykjavík er nýr þátttakandi í gæðakerfi Vakans. Hótelið hefur nú farið í gegnum og staðist gæðaúttekt Vakans sem byggð er á viðurkenndum samevrópskum gæðaviðmiðum Hotelstars.eu. Samkvæmt þeim flokkast Radisson Blu 1919 sem fjögurra stjörnu hótel.
Lesa meira
14.11.2016
Fyrirtækið Asgard Beyond hlaut nýlega viðurkenningu Vakans og bronsmerki í umhverfishluta.
Lesa meira
01.11.2016
Enn fjölgar í hópi gæðafyrirtækja sem ganga til liðs við Vakann. Arcanum hefur nú lokið innleiðingarferli með glæsibrag og auk gæðavottunar fyrir afþreyingu þá hlýtur gistiheimili fyrirtækisins einnig viðurkenningu sem fjögurra stjörnu gistiheimili í Vakanum.
Lesa meira
24.10.2016
Arctic Adventures og dótturfyrirtæki þess; Arctic Rafting, Dive Silfra, Trek Iceland og Glacier Guides tóku nýverið við gæðavottun Vakans. Auk gæðavottunarinnar fengu fyrirtækin bronsmerki í umhverfisþætti Vakans.
Lesa meira
05.09.2016
Vert er að minna fyrirtæki í ferðaþjónustu á samstarfssamning Samtaka ferðaþjónustunnar, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ferðamálastofu fyrir hönd Vakans um auknar forvarnir og öryggi í ferðaþjónustu. Fyrirtæki innan Vakans fá 20% afslátt af námskeiðum Björgunarskólans en dagskráin í september liggur nú fyrir.
Lesa meira