Ísafold Travel nýr þátttakandi í Vakanum

Ísafold Travel
Ísafold Travel
Ísafold Travel tók við gæða- og umhverfisflokkun Vakans á dögunum en fyrirtækið fagnar 20 ára starfsafmæli á árinu.

Ísafold Travel tók við gæða- og umhverfisflokkun Vakans á dögunum en fyrirtækið fagnar 20 ára starfsafmæli á árinu.

„Ísafold Travel hefur alla tíð lagt áherslu á að byggja upp orðspor sitt á gæðum og virðingu fyrir umhverfi og náttúru ásamt því að viðhalda traustu sambandi við viðskiptavini og hagsmunaaðila sína. Persónuleg þjónusta, sveigjanleiki og öryggi hefur verið leiðarljós fyrirtækisins í gegnum árin sem gerir okkur kleift að byggja upp langvarandi samband við viðskiptavini sem koma aftur og aftur í leit að framandi upplifun. Gæðavottun Vakans hefur mikið gildi fyrir okkur og undirstrikar með formlegum hætti þau vinnubrögð sem við vinnum eftir. Umhverfismál eru okkur hugleikin og stefnum við að stöðugum framförum í umhverfismálum sem miða að því að lágmarka spor okkar í náttúrunni. Því berum við nú umhverfisvottun Vakans stolt og stefnum að stöðugum framförum á því sviði, “ segir Bjarni Freyr framkvæmdastjóri.  

Hjá Ísafold Travel starfa 10 manns en fyrirtækið starfar náið með  systurfyrirtækjunum Ísak bílaleigu, sem þekkt er fyrir útleigu Land Rover bíla og Volcano Huts sem rekur fjallaskála í Húsadal í Þórsmörk. Boðið er upp á fjölbreytt úrval af ferðum, en fyrirtækið hefur þá sérstöðu að bjóða upp á hálendisferðir á breyttum Land Rover bifreiðum í eigu systurfyrirtækisins Ísak.

Við óskum eigendum og starfsfólki Ísafold Travel innilega til hamingju og bjóðum þau velkomin í hóp gæðafyrirtækja Vakans.