Perlan í Öskjuhlíð í Vakann

Agustina Sidders leiddi verkefnið við innleiðingu Vakanns og heldur hún á viðurkenningarskjalinu. Að…
Agustina Sidders leiddi verkefnið við innleiðingu Vakanns og heldur hún á viðurkenningarskjalinu. Aðrir á myndinni, talið frá vinstri: Aðalbjörn Unnar Jóhannsson, Gunnar Ólafsson, Agustina Sidders, Victoria Ballester, Steffi Meisl, Dolores Villar del Saz.

Perla norðursins bættist nýverið í hóp gæðafyrirtæki Vakans en það setti upp og rekur hinar vinsælu náttúru- og upplifunarsýningar í Perlunni í Öskjuhlíð undir nafninu Perlan – Wonders of Iceland. Má með sanni segja að þetta einstaka mannvirki á einum mest áberandi stað höfuðborgarinnar hafi öðlast nýtt líf við tilkomu þeirra.

„Við erum alveg gríðarlega stolt af þessari vottun. Sýningin í Perlunni snýr fyrst og fremst að einstakri náttúru Íslands og finnst okkur mikilvægt að leggja okkar af mörkum til samfélags- og umhverfismála. Leiðin að vottun Vakans var gefandi og lærdómsrík fyrir okkur öll og varð til þess að bæta ýmsa starfshætti innan fyrirtækisins. Við leggjum mikla áherslu á að vera fyrirmyndar fyrirtæki á öllum sviðum og höldum ótrauð áfram þann veginn,“ segir Margrét Th. Jónsdóttir framkvæmdastjóri.