Fréttir

VAKINN á Vestnorden – afsláttur framlengdur

VAKINN verður kynntur á Vestnorden ferðakaupstefnunni sem haldinn verður í Hörpu 2. og 3. október næstkomandi. Af því tilefni hefur verið ákveðið að framlengja afsláttinn á umsóknargjaldinu til 1. nóvember næstkomandi. Sem sagt 40% afsláttur, það munar um það :-)
Lesa meira

Fyrstu fyrirtækin fá VAKANN

Í dag var því fagnað að fyrstu íslensku fyrirtækin hafa lokið innleiðingu á VAKANUM. Fyrirtækin eru öll umsvifamikil á sviði íslenskrar ferðaþjónustu en þau eru: Elding hvalaskoðun, Bílaleiga Akureyrar – Höldur, Ferðaskrifstofan Atlantik og Iceland Excursions Allrahanda.
Lesa meira

"Hostel" - íslenskt nafn óskast

Við leitum nú eftir góðu íslensku heiti á orðinu „Hostel“. Hingað til hefur orðið yfirleitt hlotið þýðinguna farfuglaheimili en þar sem það er lögverndað heiti þá verðum við að finna annað gott orð fyrir þessa tegund gistingar.
Lesa meira

Fleiri fjarfundir um fræðslu og innleiðingu

Mjög góð viðbrögð hafa verið við fjarfundum fyrir ferðaþjónustuaðila um innleiðingu á VAKANUM og hefur nú fleiri fundum verið bætt við. Skráning stendur yfir á fund sem sem haldinn verður 4. júní kl. 15-16.
Lesa meira

Markaðs- og kynningarmál VAKANS

Sá ánægjulegi atburður átti sér stað í vikunni að Ferðamálastofa og H:N MARKAÐSSAMSKIPTI skrifuðu undir samstarfssamning vegna VAKANS, en framundan er kynningarherferð á VAKANUM fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki og innlenda ferðamenn.
Lesa meira

Hjálpar- og fylgigögn VAKANS opin öllum

Í kjölfar fjölda áskorana hefur verið tekin ákvörðun um að vista hjálpar- og fylgigögn VAKANS á ytra vef VAKANS og hafa þau því öllum opin.
Lesa meira

Ítarefni

Okkur er það mikið gleðiefni að tilkynna ykkur, að vegna fjölda áskorana hafa hjálpar- og fylgigögn VAKANS nú verið vistuð á ytra vef VAKANS og eru því öllum opin. Við hvetjum ykkur eindregið til að nýta þessi hjálpargögn í þeim tilgangi að auka enn frekar gæði, öryggi og umhverfisvitund í ykkar fyrirtækjum og vonumst til að sjá umsókn frá ykkur í kjölfarið.
Lesa meira

Fræðsla og aðstoð við innleiðingu boðin í fjarfundi

Nýsköpunarmiðstöð Íslands aðstoðar ferðaþjónustuaðila við innleiðingu á VAKANUM. Fræðslufundur um fyrstu skrefin er boðinn á netinu og nú í apríl verða tveir fundir.
Lesa meira

Jákvæðar viðtökur – upptökur kynningarfunda

Óhætt er að segja að VAKINN, hið nýja gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar, hafi fengið afar jákvæðar viðtökur og þegar hafa borist umsóknir frá mörgum öflugum fyrirtækjum í íslenskri ferðaþjónustu.
Lesa meira

Kynningarfundir um VAKANN víða um land

VAKINN verður kynntur á fundum víða um land dagana 2. til 14. mars næstkomandi.
Lesa meira