Fyrsta litla fyrirtækið í VAKANUM

Nýjasti þátttakandinn í gæðakerfi VAKANS er fyrirtækið Look North.

Nýjasti þátttakandinn í gæðakerfi VAKANS er fyrirtækið Look North.

Look North TravelVið hjá VAKANUM fögnum því sérstaklega, enda er fyrirtækið hið fyrsta í flokki smærri fyrirtækja í VAKANUM og verða þessi tímamót vonandi hvatning fyrir önnur lítil fyrirtæki til að taka þátt.

Look North er ferðaskrifstofa sem starfrækir Iceland Photo Tours og býður fyrirtækið upp á sérsniðnar ljósmyndaferðir fyrir ljósmyndara, hvort sem um áhugamenn eða atvinnuljósmyndara er að ræða. Look North starfrækir einnig Iceland Exclusive Tours sem býður upp á ýmiskonar ferðir fyrir minni hópa. Lögð er áhersla á ógleymanlega upplifun, persónulega þjónustu og gæði. Á myndinni eru Hadda Björk Gísladóttir og Haukur Snorrason eigendur fyrirtækisins.