Markaðs- og kynnningarmál 2013

Það er margt spennandi á döfinni

Það er margt spennandi á döfinni

Við hjá VAKANUM erum að leggja lokahönd á markaðs- og kynningaráætlun VAKANS fyrir árið 2013 sem þátttakendur í VAKANUM munu sannarlega njóta góðs af. Við höfum fengið H:N Markaðssamskipti til þess að liðsinna okkur og ætlum á þessu ári að leggja mesta áherslu á það að kynna VAKANN fyrir erlendum ferðamönnum. Ýmislegt spennandi er á prjónunum, VAKINN verður meðal annars auglýstur í Leifsstöð, hjá Icelandair og á fleiri stöðum. Við munum segja ykkur nánar frá því síðar en nú er tækifæri til að skrá sig til þátttöku, vera klár fyrir sumarið og geta með stolti kynnt fyrir viðskiptavinum að fyrirtækið sé þátttakandi í VAKANUM.