Forvarnaráðstefna VÍS og Vinnueftirlitsins 2013

Vert er að benda ferðaþjónustuaðilum á forvarnaráðstefnu VÍS og Vinnueftirlitsins sem fer fram næstkomandi föstudag 22. febrúar kl 13-16 í höfuðstöðvum VÍS að Ármúla 3 en tvö erindi á ráðstefnunni munu koma inn á öryggismál fyrirtækja í ferðaþjónustu.

Vert er að benda ferðaþjónustuaðilum á forvarnaráðstefnu VÍS og Vinnueftirlitsins sem fer fram næstkomandi föstudag 22. febrúar kl 13-16 í höfuðstöðvum VÍS að Ármúla 3 en tvö erindi á ráðstefnunni munu koma inn á öryggismál fyrirtækja í ferðaþjónustu.

Þema ráðstefnunnar í ár er hlutverk, ábyrgð og sýn æðstu stjórnenda í öryggismálum.

Aðalfyrirlesarinn er Tóms Már Sigurðsson forstjóri Alcoa í Evrópu og síðan má nefna erindi um frá Vinnueftirlitinu og frá bílaleigunni Höldi sem taka öryggismál í ferðaþjónustu sérstaklega til umræðu. Auk þess er þarna fleiri erindi sem koma inn á gæðamál, fjárhagslega ávinning öryggismála (Strætó), hvernig hægt er að fá starfsmenn með sér í að mynda nýja öryggismenningu og fleira.


Hér vefslóð á dagskránna og skráningarsíðuna. http://vis.is/fyrirtaeki/forvarnir/radstefnur/forvarnir-i-fyrirrumi-2013/