Fjarnámskeið um gerð öryggisáætlana og innleiðingu

Skráning stendur yfir á námskeið sem haldin verða 14. febrúar n.k.

Skráning stendur yfir á námskeið sem haldin verða 14. febrúar n.k.

  • Um er að ræða tvenns konar námskeið:
  • Almenn fræðsla um innleiðingu VAKANS kl. 11-12
  • Fræðsla um öryggisáætlanir kl. 13-14:30.


Skráning til kl. 16 þann 12. febrúar
Nýsköpunarmiðstöð Íslands stendur fyrir námskeiðunum. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að þátttakendur skrá sig á netfangið erla.sig@nmi.is. Gefa skal upp nafn, netfang, heiti fyrirtækis og símanúmer. Þátttakendur fá senda til baka slóð í tölvupósti sem þeir nota til að skrá sig inn á fundinn. Skráningarfrestur er til kl. 16 þann 12. febrúar. Mikilvægt að fólk taki fram á hvort námskeiðið það er að skrá sig.

Fræðslan er hugsuð jafnt fyrir þá sem þegar hafa sótt um þátttöku í VAKANUM og eru að huga að innleiðingu og þá sem hyggja á umsókn. Lágmarksfjöldi til að námskeið sé haldið er 5 manns, hámarks fjöldi þátttakenda á hverjum fundi eru 15 manns en bætt verður við fundum eftir þörfum.

Nánari upplýsingar
Allar nánari upplýsingar veitir Erla Sigurðardóttir, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, erla.sig@nmi, sími 522 9491. Fólki er velkomið að hafa samband við Erlu vegna aðstoðar við aðra þætti í VAKANUM og eins ef umræddir tímar henta ekki viðkomandi og verður þá unnið í að setja upp fleiri námskeið.