Vertu með í Vakanum!

Vakinn er sérhannað gæðakerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu, en byggir á erlendri fyrirmynd. Þau fyrirtæki sem taka þátt  njóta liðsinnis starfsfólks Vakans við að taka út reksturinn á grundvelli  ítarlegra gæðaviðmiða, fá staðfestingu á því sem vel er gert og tækifæri til að bæta það sem betur má fara.

 

 • Helsti ávinningur af því að taka þátt er:

 • Ráðgjöf og handleiðsla.

 • Markviss úttekt byggð á gæðaviðmiðum sem hafa verið samþykkt af sérfræðingum á hverju sviði.

 • Staðfesting á því að fyrirtækið sinni gæða- og umhverfismálum af fagmennsku og heiðarleika.

 • Markaðslegur ávinningur og samkeppnisforskot með gæðaviðurkenningu Vakans.

 • Betri rekstur og aukin fagmennska.

 • Auknar líkur á að uppfylla væntingar innlendra og erlendra gesta.

 • Munum að:

 • Náttúran og orðspor landsins eru það mikilvægasta sem við eigum.

 • Ferðamenn leita frekar til fyrirtækja sem sýna ábyrgð og leggja sitt af mörkum til umhverfis- og samfélagsmála.

 • Gæða-, umhverfis- og öryggismál eru lykilþættir í framtíð íslenskrar ferðaþjónustu.

 • Vakinn er öflugt verkfæri til að auka fagmennsku og efla gæði í ferðaþjónustu.

 • Merki Vakans er gæðastimpill sem nýtist sem markaðstæki fyrir öll fyrirtæki sem taka þátt.

 • Samkeppnishæfni áfangastaða byggir á mörgum þáttum, svo sem ímynd, gæðum, öryggi og umhverfismálum. Frammistaða fyrirtækja sem taka á móti ferðamönnum hefur áhrif á orðspor Íslands sem ferðamannalands auk þess sem gæðaþjónusta eykur líkur á ánægju viðskiptavina og getur verið leið til þess að skapa fyrirtækjum samkeppnisforskot og sérstöðu á meðal samkeppnisaðila.

 • Það liggja mikil tækifæri í eflingu gæða í íslenskri ferðaþjónustu og enn betri árangri áfangastaðarins Íslands. Í því verkefni er Vakinn, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar, öflugt verkfæri sem vert er að kynna sér nánar.

Reynslusögur þátttakenda

Skoða fleiri myndbönd
 • Jón Gestur

  Með tilkomu VAKANS er komið fram verkfæri sem stuðlar að auknum gæðum og öryggi í ferðaþjónustu auk þess sem erlendum ferðamönnum gefst tækifæri til að velja viðurkennda ferðaþjónustuaðila út frá samhæfðu kerfi sem staðist hefur úttekt óháðs aðila.

  Jón Gestur Ólafsson

  Bílaleiga Akureyrar - Höldur 

 • Við fögnuðum því ákaft þegar Gæðakerfið Vakinn var sett á laggirnar. Viðskiptavinir eiga að geta verið vissir um að þeir séu að fá vöru sem uppfyllir kröfur um gæði og öryggi. Gæðavottun Vakans er að mínu mati rétta verkfærið fyrir ferðþjónustuna á Íslandi til þess að sjá til þess að það sé tryggt"

  Tobias Klose

                                                                                    Dive.is

 • Karl Jónsson

  Innleiðingarferli Vakans var frábært tækifæri til að skoða fyrirtækið okkar með utanaðkomandi augum. Vakinn er gott stjórntæki þegar kemur að rekstri og þjónustu við gesti okkar. Stjörnuflokkunin er í raun bónus enda það sem gestir sjá og leita eftir. Í framtíðinni mun gæða-  og stjörnuflokkun skipta sífellt meira máli. Gæði, fagmennska og öryggi  skipta gesti okkar miklu máli og Vakinn rammar það skemmtilega inn. 

  Karl Jónsson - Lamb Inn Öngulstöðum

   

 • María Gísladóttir

  Ég er þeirrar skoðunar að það sé hollt fyrir öll fyrirtæki að fara í svona heildstæða naflaskoðun á sínum rekstri og tel að enn einn ávinningurinn sé að maður er undirbúinn fyrir flestar eða allar óvæntar uppákomur sem geta átt sér stað í daglegum rekstri. Manni líður vel eftir úttekt af þessu tagi svona svolítið eins og eftir stórhreingerningu að vori með allt sitt á hreinu.

  María Gísladóttir

  Humarhöfnin

 • Eva María

  Við hjá Pink Iceland ákváðum að vera í VAKANUM því að við vildum vera virkir þátttakendur í uppbyggingu ferðaþjónustu landsins þar sem gæði, umhverfismál, þekking, heiðarleiki, öryggi og siðferði eru höfð að leiðarljósi. Við lítum á VAKANN sem markvisst stýritæki fyrir okkar innri rekstur sem endurspeglast út á við, til gesta okkar og samstarfsaðila.

  Eva María Thorarinsdottir Lange

 • Bjarni Arason

  Mér fannst mjög gott og virkilega fræðandi að fara í gegnum þetta verkefni. Manni verður ljóst hvað þarf að laga og gera betur sem er ákaflega gott mál. Það eru sannkölluð forréttindi að eiga Vakann að.

  Bjarni Arason

  Fosshótel Lind

  Þátttökuferlið

  Vilt þú taka þátt í Vakanum?

  • Þátttökuferlið er í nokkrum skýrum skrefum og best að vinna það með samfelldum hætti.
  • Mikilvægt er að undirbúa sig vel með því að fara vandlega yfir viðeigandi viðmið.
  • Starfsfólk Vakans veitir ráðgjöf og handleiðslu í gegnum allt ferlið.

  Gæðaviðmið

  Þú skoðar gæðaviðmiðin

  Fyrir þá sem eru með gistingu:

  • Viðeigandi gistiviðmið


  Fyrir þá sem eru með ferðaþjónustu aðra en gistingu:

  • Almenn viðmið
  • Sértæk viðmið sem eiga við rekstur fyrirtækisins

  Umsókn

  Þú sendir inn umsókn

  Sótt er um þátttöku í Vakanum í þjónustugátt Ferðamálastofu með Íslykli eða rafrænum skilríkjum fyrirtækis. 

  Með umsókn samþykkja forsvarsmenn skilmála Vakans.

  Áður en úttekt getur farið fram þarf að senda eftirfarandi afrit af öryggisáætlunum til Vakans

  Frá 1. janúar 2019 verða allir þáttttakendur í Vakanum að taka þátt í umhverfishluta og uppfylla að lágmarki skilyrði fyrir brons viðurkenningu. Þátttaka í umhverfiskerfinu er þátttakendum í gæðakerfinu að kostnaðarlausu.

  Mikilvægt er að kynna sér nánari upplýsingar um umsóknarferlið sem finna má hér.

  Ýmis gögn

  Þú tekur til gögnin

  Til þess að leggja mat á hversu vel fyrirtæki uppfylla gæðaviðmiðin þarf að fara yfir ýmis gögn sem tengjast rekstrinum og þjónustunni sem fyrirtækið býður upp á. Dæmi um nauðsynleg gögn sem þurfa að vera fyrirliggjandi þegar fulltrúi Vakans kemur í úttekt eru:

  • Opinber leyfi t.d. frá Ferðamálastofu, heilbrigðiseftirliti o.s.frv.
  • Skírteini um þjálfun í skyndihjálp
  • Afrit af ráðningarsamningi starfsmanns
  • Vinnustaðaskírteini
  • Öryggisleiðbeiningar til gesta
  • Upplýsingar um tryggingar o.fl.
  • Sjá nánar hér fyrir ferðaþjónustu aðra en gistingu.
  • Sjá nánar hér fyrir gistingu.

  Úttekt

  Við framkvæmum úttekt

  Í úttektinni sjálfri er farið yfir viðeigandi gæðaviðmið, fulltrúi fyrirtækisins segir frá því hvernig fyrirtækið uppfyllir viðmiðin og einnig þarf að sýna ákveðin gögn sem tiltekin eru í viðmiðunum.  Farið er yfir umhverfisviðmið ef fyrirtækið ætlar að taka þátt í umhverfiskerfinu. Þá mun fulltrúi Vakans skoða aðstöðu og aðbúnað hjá fyrirtækinu.

  Í úttektinni gefst tækifæri til að fá ráð og leiðbeiningar.

  Flokkun

  Gæðaflokkun VAKANS

  Ferðaþjónusta önnur en gisting:

  Uppfylla þarf 70% af almennum gæðaviðmiðum og 100% af viðeigandi sértækum gæðaviðmiðum til þess að fá viðurkenningu Vakans.

  Gisting:

  Allir gististaðir þurfa að uppfylla lágmarks viðmið (merkt L) sem telja þó til mismunandi stiga. Heildarfjöldi stiga í lokin segir svo til um það í hvaða stjörnuflokk viðkomandi gististaður raðast, sem getur verið allt frá einni stjörnu og upp í fimm stjörnur, með "superior" möguleika fyrir hótel.

  Ef fyrirtækið hefur ekki náð tilsettum lágmörkum, hafa forsvarsmenn þess þrjá mánuði til að bæta þau atriði sem ekki uppfylltu tiltekin viðmið. 

  Fleiri fréttir