Upplýsingamiðstöðin á Seyðisfirði komin inn

Starfsfólkið á Seyðisfirði er ánægt með Vakann.
Starfsfólkið á Seyðisfirði er ánægt með Vakann.
Upplýsingamiðstöðin á Seyðisfirði er nýjasti meðlimur Vakans. Upplýsingamiðstöðin er staðsett í Ferjuhúsinu við höfnina og gegnir því mikilvægu hlutverki þegar skipið Norræna kemur til hafnar með farþega sína. Einnig kemur fjöldinn allur af fólki með skemmtiferðaskipum á sumrin sem og á eigin vegum en allflestir leggja leið sína á Upplýsingamiðstöðina.

Upplýsingamiðstöðin á Seyðisfirði er nýjasti meðlimur Vakans. Upplýsingamiðstöðin er staðsett í Ferjuhúsinu við höfnina og gegnir því mikilvægu hlutverki þegar skipið Norræna kemur til hafnar með farþega sína. Einnig kemur fjöldinn allur af fólki með skemmtiferðaskipum á sumrin sem og á eigin vegum en allflestir leggja leið sína á Upplýsingamiðstöðina.

„Upplýsingamiðstöðin hefur gengið í gegnum töluverðar breytingar á þessu ári og því var það mjög gagnlegt fyrir okkur að fara í gegnum innleiðingarferli Vakans og skoða fyrirtækið með utanaðkomandi augum. Gæði, fagmennska og öryggi skiptir okkur miklu máli og teljum við að gæðavottun Vakans sé rétta verkfærið til að það sé tryggt. Við erum gríðarlega stolt yfir því að vera komin með þessa viðurkenningu því við virkilega lögðum okkur fram að bæta þjónustuna og aðstöðuna hjá okkur til að ná viðmiðum Vakans,“ segir Rúnar Gunnarsson, umsjónarmaður Upplýsingamiðstöðvarinnar.

„Markmið Upplýsingamiðstöðvarinnar er að gefa ferðamönnum réttar upplýsingar í rauntíma, hvort sem það er að vetrarlagi eða á sumrin og það er okkur mjög mikilvægt að gestir okkar upplifi sig örugga og velkomna,“ bætir hann við.