Special Tours í VAKANN

Þurý Hannesdóttir, Inga Dís Richter og Magnús Kr.
Þurý Hannesdóttir, Inga Dís Richter og Magnús Kr.
Special Tours er nýjasta fyrirtækið í VAKANUM

Special Tours er nýjasta fyrirtækið í VAKANUM

Eigendur fyrirtækisins eru Hjörtur Hinriksson, Jón Þór Gunnarsson, Hinrik Kristjánsson og Magnús Kr. Guðmundsson. Special Tours hlaut einnig gullmerki í umhverfiskerfi VAKANS.

Special Tours er ferðaþjónustufyrirtæki við gömlu höfnina í Reykjavík sem hóf starfsemi árið 1996. Fyrirtækið býður upp á hvalaskoðunarferðir, lundaskoðunarferðir, sjóstangveiði, norðurljósaferðir, kvöldferðarsiglingar, hvataferðir og skólaferðir. Að auki er boðið upp á sérsniðnar veisluferðir með öllu inniföldu.

Á myndinni eru Þurý Hannesdóttir, Inga Dís Richter og Magnús Kr. Guðmundsson hjá Special Tours.

Við hjá VAKANUM óskum þeim innilega til hamingju með glæsilegan árangur.

 Þurý Hannesdóttir, Inga Dís Richter og Magnús Kr. Guðmundsson hjá Special Tours.