Nýr þátttakandi í VAKANUM

Það er með mikilli gleði að VAKINN kynnir nýjasta þátttakandann sem er fyrirtækið Pink Iceland.

Pink Iceland er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í þjónustu við hinsegin fólk og býður upp á ýmiskonar ferðir, allt frá dagsferðum upp í sérhannaðar lúxusferðir. Þá er skipulagning brúðkaupa sívaxandi þáttur í starfseminni. Á myndinni má sjá Hannes Pál Pálsson, Evu Maríu Þórarinsdóttur Lange og Birnu Hrönn Björnsdóttur eigendur fyrirtækisins þegar þau veittu VAKANUM viðtöku, en fyrirtækið hlaut einnig bronsmerki í umhverfiskerfi VAKANS.

 Hannes Pál Pálsson, Evu Maríu Þórarinsdóttur Lange og Birnu Hrönn Björnsdóttur