Norðursigling í VAKANN

Birna Lind Björnsdóttir
Birna Lind Björnsdóttir
Norðursigling (North Sailing) var stofnuð árið 1995 á Húsavík til rekstar á fyrsta skipi félagsins, Knerrinum, sem bræðurnir Árni og Hörður Sigurbjarnarsynir höfðu bjargað frá eyðileggingu og gert upp til hvalaskoðunar.Síðar bættist Heimir Harðarson, sonur Harðar, í eigendahópinn.

Frá stofnun hefur Norðursigling verið leiðandi í hvalaskoðun á Íslandi og hefur umhverfisvernd og sjálfbærni starfseminnnar verið höfð að leiðarljósi og áhersla verið lögð á einstaka upplifun fyrir hvern gest. Nú, þegar Norðursigling stefnir inn í tuttugasta starfsárið, gerir fyrirtækið út 7 skip, þar af 3 hefðbundnar skonnortur undir seglum í styttri og lengri ferðum. Farþegafjöldi fer vel yfir 50 000 manns á árinu 201. Á myndinni er Birna Lind Björnsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Norðursiglingar þegar hún tók við viðurkenningu VAKANS á Vestnorden.