Námskeið á Norðurlandi

Vetur í Fjörðum.
Vetur í Fjörðum.
Ferðamálasamtök Norðurlands Eystra í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og ráðgjafa SÍMEY boða til kynningarfunda vegna námskeiða í innleiðingu VAKANS, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar.

Ferðamálasamtök Norðurlands Eystra í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og ráðgjafa SÍMEY boða til kynningarfunda vegna námskeiða í innleiðingu VAKANS, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar.

Námskeið í febrúar og mars

Námskeiðin verða haldin á Akureyri og Húsavík og verða skipulagðar þrjár 4 klst. vinnulotur í febrúar og mars 2015, þar sem ferðaþjónustuaðilar hittast og vinna saman að umsóknum sinna fyrirtækja í Vakann undir handleiðslu ráðgjafa samkvæmt verkáætlun. Í vinnulotunum mynda fyrirtæki starfshópa og vinna að umsókn í VAKANN og skráningu ýmissa gagna fyrir viðkomandi fyrirtæki.

Kynningarfundir öllum opnir

Kynningarfundir eru opnir öllum sem vilja kynna sér VAKANN og námskeiðin framundan.
Við hvetjum ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi til að mæta og kynna sér málið!
Tekið verður við skráningum á námskeiðin á kynningarfundunum og í framhaldi af þeim hjá Markaðsstofu Norðurlands en námskeiðin sjálf hefjast 24. febrúar nk.

Dagsetningar kynningarfunda:

Mánudagurinn 2. febrúar
Kl 11-12 Jarðböðin við Mývatn
Kl 14:30-15:30 Fræþing Húsavík og myndfundur á Þórshöfn

Þriðjudagurinn 3. febrúar
Kl. 10-11 Berg Menningarhús á Dalvík
Kl 17-18 Símey Akureyri

VAKINN er samstarfsverkefni Ferðamálastofu, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Samtaka ferðaþjónustunnar og Ferðamálasamtaka Íslands.

Ath. sambærileg námskeið verða haldin í öðrum landshlutum fljótlega og verða tímasetningar þeirra settar hér inn síðar.