SBA-Norðurleið hf. er fyrirtæki sem sérhæfir sig í fólksflutningum og er eitt stærsta sinnar tegundar hér á landi. Fyrirtækið hefur yfir að ráða um 70 hópferðabifreiðum af öllum stærðum.
Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Akureyri en einnig er skrifstofa og verkstæði í Hafnarfirði. Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns árið um kring en yfir sumartímann rúmlega 120 starfsmenn. Fyrirtækið tekur að sér akstur með hópa fyrir einstaklinga, fyrirtæki og íþróttafélög. Einnig umfangsmikinn akstur fyrir íslenskar og erlendar ferðaskrifstofur.
SBA  Norðurleið býður upp á mikið úrval dagsferða út frá Akureyri. t.d. Mývatnsferð meðleiðsögn, Dettifossferð með leiðsögn. Ferðir án leiðsagnar: Hvalaskoðun á Húsavík, Ak.  Ásbyrgi  Hljóðaklettar  Dettifoss. Einnig er boðið upp á þriggja daga ferð í Kverkfjöll með leiðsögn.
SBA  Norðurleið býður einnig upp á daglegar sumaráætlunarferðir fyrir erlenda ferðamenn á nokkrum leiðum.
Akureyri  Mývatn  Egilsstaðir  Höfn
Akureyri  Húsavík  Mývatnssveit
Akureyri  Kjölur  Reykjavík
+ 354 535 5500
vakinn@vakinn.is
 Fylgdu okkur
