Iceland Travel er nýtt fyrirtæki í Vakanum

Ferðaskrifstofan Iceland Travel er nýtt fyrirtæki í Vakanum. Ferðaskrifstofan er dótturfélag Icelandair Group og byggð á traustum grunni sem á rætur að rekja allt til ársins 1937.


Ferðaskrifstofan er dótturfélag Icelandair Group og byggð á traustum grunni sem á rætur að rekja allt til ársins 1937. Fyrirtækið er stolt af þeim mannauð sem það býr yfir en það eru rúmlega 150 starfsmenn af 12 mismunandi þjóðernum. 
Þjónusta Iceland Travel er mjög fjölbreytt og snýr að einstaklingum, hópum, ráðstefnum, hvatahópum skipafarþegum og viðburðaþjónustu. Nýjasta viðbótin er Nine Worlds sem sérhæfir sig í þjónustu við farþega sem vilja hærra þjónustustig. 
Fyrirtækinu er mikið í mun að sinna öryggis- og umhverfismálum vel, hefur uppfyllt flest skilyrði fyrir umhverfisstaðalinn ISO14001 og gerir ráð fyrir að fá vottun með haustinu.
Við hjá Vakanum er afar ánægð að fá þetta öfluga fyrirtæki til liðs við okkur og óskum þeim innilega til hamingju með glæsilegan árangur.
Á myndinni eru: Hjörvar Sæberg Högnason, Berglaug Skúladóttir, Bára Jóhannsdóttir, Áslaug Briem og Hörður Gunnarsson.