Í kjölfar fjölda áskorana hefur verið tekin ákvörðun um að vista hjálpar- og fylgigögn VAKANS á ytra vef VAKANS og hafa þau því öllum opin.
Ferðaþjónustuaðilar eru eindregið hvattir til að nýta hjálpargögnin í þeim tilgangi að auka enn frekar gæði, öryggi og umhverfisvitund í fyrirtækjum sínum og vonast Ferðamálastofa til að sjá umsókn frá fyrirtækjunum í kjölfarið.
Minnt er á að sá hluti VAKANS sem snýr að gistingu verður opnaður í byrjun árs 2013 en tekið er á móti umsóknum frá fyrirtækjum sem bjóða upp á alla aðra þjónustu við ferðamenn. 
Saman eflum við gæði og öryggi í íslenskri ferðaþjónustu til framtíðar!
+ 354 535 5500
vakinn@vakinn.is
 Fylgdu okkur
