Fosshótel Húsavík komið í hópinn með þrjár stjörnur superior

Erla Torfadóttir og Eyrún Torfadóttir með viðurkenningu Vakans.
Erla Torfadóttir og Eyrún Torfadóttir með viðurkenningu Vakans.

Fosshótel Húsavík hefur bæst í hóp vaskra Vakafyrirtækja og flaggar með stolti þremur stjörnum superior og brons merki í umhverfishlutanum. Þar með eru 8 hótel undir hatti Íslandshótela komin með stjörnuflokkun Vakans. Auk þess eru veitingastaðir á vegum keðjunnar Haust, Bjórgarðurinn og Grand Restaurant allir með gæðaviðurkenningu Vakans.

Fosshótel Húsavík er glæsilegt 110 herbergja þriggja stjörnu superior ráðstefnuhótel staðsett miðsvæðis í stærsta bæ Þingeyjarsýslu, Húsavík. Stutt er í helstu náttúruperlur landshlutans, Mývatn, Ásbyrgi, Dettifoss, Dimmuborgir og svo mætti lengi telja. Eins er ekki langt að sækja afþreyingu svo sem hvalaskoðun, veiðar, siglingar eða jarðböð. Staðurinn er fallegur heim að sækja hvort heldur sem að sumri eða vetri.