Ferðamálaþing 2014

Ferðamálaþing 2014 - dagskrá
Ferðamálaþing 2014 - dagskrá
Gæði og fagmennska eru yfirskrift ferðamálaþingsins 2014

Skráning er hafin á Ferðamálaþingið 2014 sem haldið verður í Hörpu (Silfurbergi) miðvikudaginn 29. október kl. 13-17. Megináhersla þetta árið er á gæðamálin og þau tímamót að í ár er hálf öld frá stofnun Ferðamálaráðs Íslands.

Áhugaverðir fyrirlestrar

Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, opna þingið en fyrirlesarar eru bæði íslenskir og koma erlendis frá. M.a. má nefna Lee McRonald og Colin Houston frá Visit Scotland, sem fjalla munu um reynslu og starf Skota að gæðamálum ferðaþjónustunnar.

Skráning

Ekkert þátttökugjald er á þingið en nauðsynlegt að skrá sig á vefsíðu Ferðamálastofu þar sem einnig má sjá dagskrána.