DIVE.IS fær viðurkenningu Vakans

DIVE.IS hlaut á dögunum bæði ferðaþjónustu- og umhverfisviðurkenningu Vakans. Fyrirtækið var stofnað árið 1997 og býður uppá köfunarferðir víðsvegar um landið þótt megináherslan sé á köfunar- og snorkelferðir í gjána Silfru á Þingvöllum.

DIVE.IS hlaut á dögunum bæði ferðaþjónustu- og umhverfisviðurkenningu Vakans. Fyrirtækið var stofnað árið 1997 og býður uppá köfunarferðir víðsvegar um landið þótt megináherslan sé á köfunar- og snorkelferðir í gjána Silfru á Þingvöllum.

Leiðarljós fyrirtækisins hefur ávallt verið það að veita framúrskarandi þjónustu, tryggja hámarksöryggi og að virðing sé borin fyrir umhverfinu. Þessir þættir hafa verið grunnurinn sem árangur og velgengni fyrirtækisins byggir á. Viðurkenning Vakans nú er enn frekari staðfesting á mikilvægi þessara þátta í rekstrinunum og starfsmönnum bæði gleðiefni og hvatning til að gera enn betur.

Á myndinni eru; Höskuldur Elefsen framkvæmdastjóri DIVE.IS, Áslaug Briem frá Ferðamálastofu og Tobias Klose eigandi DIVE.IS.