Adventure Vikings er nýr þátttakandi í Vakanum

Adventure Vikings er afþreyingar- og ferðaþjónustufyrirtæki sem hefur verið starfrækt síðan 2008. Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt síðastliðin ár og eru starfsmenn átta talsins í dag. Adventure Vikings býður upp á dagsferðir með sérstaka áherslu á ævintýraferðamennsku, fámenna hópa og persónulega þjónustu. 

"Við fögnum því að vera orðin þátttakendur í Vakanum og hafa hlotið bronsmerki í umhverfiskerfi Vakans, en þetta er þarft framtaksverkefni sem stuðlar að bættum gæðum og öryggi í ferðaþjónustu á Íslandi. Innleiðingarferlið var afar krefjandi, fræðandi og skemmtilegt og þökkum við Áslaugu Briem hjá Vakanum fyrir handleiðsluna. Við erum gríðarlega stolt af þessu stóra og mikla verkefni og hlökkum til að viðhalda viðurkenningunni um ókomna tíð."

Á myndinni eru Bjarki Þorláksson, framkvæmdastjóri og Bryndís Eir Kristinsdóttir, rekstrarstjóri.