Gæðaviðmið

 • Hér að neðan er að finna gæðaviðmið Vakans fyrir fyrirtæki sem bjóða upp að ýmsa þjónustu við ferðamenn. Sjá gæðaviðmið fyrir gistingu hér.
 • Mikilvægt er að kynna sér viðmiðin vandlega áður en sótt er um þátttöku í Vakanum.
 • Öll fyrirtæki þurfa að uppfylla a.m.k. 70% almennra gæðaviðmiða og að auki viðeigandi sértæk gæðaviðmið.
 

Almenn gæðaviðmið

Almennum viðmiðum er skipt upp í sjö kafla:

 1. Sala og kaup á vöru eða þjónustu
 2. Þjónusta og ánægja viðskiptavina
 3. Aðstaða, búnaður og nánasta umhverfi
 4. Stjórnendur og starfsfólk
 5. Menning og saga
 6. Öryggi, velferð og ábyrgð
 7. Stjórnun fyrirtækisins og heildarárangur

Viðmiðunum í hverjum kafla er skipt upp í fjögur þrep; 
lágmark, gott, betra og best, þessi skipting er leiðbeinandi.

Öll fyrirtæki þurfa þó að uppfylla lágmarksviðmið.

Til að öðlast viðurkenningu Vakans þurfa fyrirtæki að uppfylla 70% af almennum viðmiðum

Öll fyrirtæki verða einnig að samþykkja að starfa eftir siðareglum Vakans.

Opna almenn gæðaviðmið (PDF)

Sértæk gæðaviðmið fyrir mismunandi flokka ferðaþjónustu.

Til að hljóta viðurkenningu Vakans þurfa fyrirtæki að uppfylla 100% þeirra sértæku viðmiða sem eiga við um fyrirtækið og þá þjónustu sem í boði er á vegum þess.

 

Skilgreining á hugtakinu óbyggðir:

Staðir eða svæði þar sem tekur a.m.k. tvær klukkustundir að fá utanaðkomandi bjargir (lögregla eða björgunarsveitir), á að öllu jöfnu við um hálendi, fjalllendi, jökla sem og staði utan alfaraleiða.


 • Ferðamálastofa
 • Vakinn
 • Geirsgata 9
 • 101 Reykjavík
 • Sími:535-5500
 • Skiptiborð opið 8:30-15:30