Flokkun

Hægt er að fá þrenns konar viðurkenningar í umhverfiskerfinu, brons-, silfur- eða gullmerki.

 

Bronsmerki

Til að fá bronsmerki þarf fyrirtækið að uppfylla lágmarkskröfur í umhverfisviðmiðum auk eftirfarandi:

 • Aðgerðaráætlun í umhverfismálum þarf að vera til staðar
  sbr. viðmið 300-7.
 • Fyrirtækið þarf að hafa gripið til amk. sex aðgerða sem fram koma
  í gátlista umhverfiskerfisins sbr. viðmið 300-8.
 • Fyrirtækið þarf að hafa birt umhverfisstefnu sína á vef fyrirtækisins
  sbr. viðmið 300-9.

UmhverfiSilfurmerki

Til að fá silfurmerki þarf fyrirtækið að uppfylla lágmarksviðmið og þau viðmið sem eiga við bronsmerkið. Því til viðbótar þarf fyrirtækið að hafa fært grænt bókhald sl. 6-12 mánuði og geta sýnt fram á árangur á a.m.k. einu eftirfarandi sviða:

 • Minnkun úrgangs
 • Sparnað á rafmagni
 • Sparnað á heitu vatni
 • Sparnað á eldsneyti.

 

 

Auk þess þarf að uppfylla umhverfisviðmið nr. 300-11, 300-12 og 300-13.

Umhverfi - GullGullmerki

Til að fá gullmerki þarf fyrirtækið að hafa uppfyllt lágmarksviðmið og þau viðmið sem eiga við silfurmerkið. Því til viðbótar þarf fyrirtækið að hafa fært grænt bókhald sl. 6-12 mánuði og geta sýnt fram á árangur á a.m.k. tveimur af eftirfarandi sviðum:

 • Minnkun úrgangs
 • Sparnaði á rafmagni
 • Sparnaði á heitu vatni 
 • Sparnaði á eldsneyti


Auk þess þarf að uppfylla umhverfisviðmið nr. 300-15, 300-16, 300-17 og 300-18.


 • Ferðamálastofa
 • Vakinn
 • Geirsgata 9
 • 101 Reykjavík
 • Sími:535-5500
 • Skiptiborð opið 8:30-15:30