Merki VAKANS á rafrænu formi til að setja á heimasíðu og prentað efni

Markaðslegur ávinningur af því að geta flaggað merkjum Vakans ætti að vera augljós, þ.e. að geta kynnt fyrir viðskiptavinum að fyrirtækið hafi verið tekið út af óháðum aðila og það hafi staðist margvíslegar kröfur sem fela í sér áherslur á gæði, öryggi, umhverfisvitund og sjálfbærni. Vottun er því rós í hnappagat fyrirtækisins og mikilvæg þegar vitundarvakning á sviði umhverfismála og sjálfbærni er ört vaxandi og viðskiptavinir beina í auknum mæli viðskiptum sínum til fyrirtækja sem sýna fram ábyrga starfshætti.

  • Sjá nánar um kynningarmál Vakans og ávinning af þátttöku hér.
  • Mikilvægt er að merki Vakans séu sýnileg í öllu kynningarefni fyrirtækja með vottun.
  • Aðeins fyrirtæki sem hlotið hafa vottun Vakans hafa heimild til að nota merki hans. 

Af gefnu tilefni er bent á að gömul stjörnuflokkunarskilti, blá að lit, tilheyra kerfi sem var aflagt árið 2010/2011og mega því ekki hanga uppi á gististöðum þar sem þau gefa villandi skilaboð til viðskiptavina.

Merki Vakans

Vakinn


Merki þátttakenda

Gæðakerfið skiptist í tvo flokka:

Gisting 

Hægt er að sækja um gæðavottun Vakans fyrir sex tegundir gistingar sem skiptist þannig að stjörnuflokkun er fyrir hótel en aðrir gistiflokkar fá gæðavottun fyrir gististaðinn.

Hótel fjórar stjörnurGistiheimiliHostelHeimagistingSumarhúsTjaldsvæði

Ferðaþjónusta - önnur en gisting

Ef fyrirtækið uppfyllir öll tilskilin gæðaviðmið fær það merkið gæðavottuð ferðaþjónusta. Merkið er einkennt með bláum lit. Sérstakt merki er fyrir veitingastaði, einnig blátt að lit.
 

 VeitingahúsHótel 4 stjörnur  


Umhverfismerki; gull, silfur og brons

Umhverfisviðmiðin eru ætluð til að meta árangur fyrirtækja á sviði sjálfbærni; umhverfismála, samfélagslegrar ábyrgðar og tengsla við nærsamfélagið.

Öll fyrirtæki með vottun Vakans þurfa að uppfylla umhverfiskafla í Almennum gæðaviðmiðum og fá bronsmerki í umhverfishluta.  

Fyrirtæki sem sækjast eftir silfur eða gullmerki vegna umhverfisvottunar þurfa sýna fram á enn betri árangur og uppfylla fleiri umhverfisviðmið  

Umhverfisflokkuð ferðaþjónusta bronsUmhverfisflokkuð ferðaþjónusta silfurUmhverfisflokkuð ferðaþjónusta gull

Fyrirtæki sem standast úttekt fá að henni lokinni:

  • Rafrænt vottunarskírteini/viðurkenningarskjal frá vottunar-/skoðunarstofu
  • Merki Vakans með vottunarnúmeri á rafrænu formi til að setja á vef og í prentað efni.