Þátttökugjald

 Þátttökugjald í Vakanum er tvískipt:

1 Umsóknargjald

Umsóknargjald er greitt þegar sótt er um þátttöku í Vakanum. Nöfn fyrirtækja sem greitt hafa umsóknargjald eru birt á listan yfir fyrirtæki í umsóknarferli.

 Umsóknargjald er kr. 35.000 og skal greitt inn á reikning 0101-26-25254, kennitala 530169-4059 og staðfesting á greiðslu send á vakinn@vakinn.is

 
  • Samkvæmt samningi Ferðamálastofu og Ferðaþjónustu bænda greiða aðilar innan FB ekki umsóknargjald.

 

Athugið:

  • Umsóknargjald gildir í eitt ár. Fyrirtæki þurfa að hafa lokið ferlinu að fullu innan árs, annars þarf að greiða umsóknargjald að nýju.

  • Hætti fyrirtæki þátttöku í Vakanum um lengri eða skemmri tíma og kjósi svo að endurnýja samning þarf endurnýja umsókn og greiða umsóknargjald að nýju.
 

2 Árgjald

Árgjald byggir á stærð og umfangi fyrirtækisins (mælt með árlegum tekjum/veltu skv. ársreikningi). Viðbótargjöld eru innheimt skv. gjaldskrá (sjá neðar).

Vegna ákvörðunar árgjalds þarf árlega að skila ársreikningi eða upplýsingum um veltu með áritun endurskoðanda til Vakans. Fyrirtæki í hæsta gjaldflokki þurfa ekki að senda inn framangreindar upplýsingar.

Gjaldflokkar

  1 Árgjald, velta allt að 10 milljónum     kr. 45.000
  2 Árgjald, velta 10 - 20 milljónir kr. 55.000
  3 Árgjald, velta 20 – 50 milljónir kr. 75.000
  4 Árgjald, velta 50 – 120 milljónir kr. 85.000
  5 Árgjald, velta 120 – 200 milljónir kr. 110.000
  6  Árgjald, velta 200 – 400 milljónir kr. 125.000
  7  Árgjald, velta yfir 400 milljónir    kr. 150.000
     
  Ferðaþjónusta önnur en gisting: Hver afþreyingaþáttur umfram fjóra        kr. 10.000
  Gisting: Aukagjald vegna hverrar gistieiningar umfram eina*  kr. 20.000
  Veitingastaður: Sérstök skráning og viðurkenning** kr. 35.000
  Aukaskoðun kr. 35.000
  Auka skráning kr. 35.000
  Viðurkenningarskilti (auka)   kr. 4.500
  Fáni (auka) kr. 3.500
  Límmiði 11,5 x 7,0 cm kr. 500
  Límmiði 8,3 x 5 cm kr. 300
  Límmiði 10 x 10 cm kr. 500
   

*Á við ef gistieiningar eru á sama heimilisfangi. Annars er greitt árgjald í samræmi við ársveltu hverrar einingar.

**Þetta gjald á við veitingastaði sem reknir eru í tengslum við aðra þjónustu sem einnig fær viðurkenningu Vakans

 

Vakinn sendir staðfestingu á móttöku umsóknar þegar umsóknargjald hefur verið greitt og staðfesting á greiðslu hefur verið send á vakinn@vakinn.is

Afslættir 

1. Hafi fyrirtæki verið þátttakandi í Vakanum í 5 ár er veittur 10% afsláttur af veltutengdu árgjaldi.

2. Fyrirtækjakeðjur og markaðskeðjur sem eru með 100% þátttöku fá 15% afslátt af veltutengdu árgjaldi hverrar rekstrareiningar.


  • Ferðamálastofa
  • Vakinn
  • Geirsgata 9
  • 101 Reykjavík
  • Sími:535-5500
  • Skiptiborð opið 8:30-15:30