Laxnes og Eldhestar til liðs við VAKANN

Enn fjölgar í VAKANUM og nýjustu meðlimirnir eru hestaleigurnar Laxnes og Eldhestar. Nú hafa sjö fyrirtæki lokið úttekt en að auki eru hátt í 50 fyrirtæki í umsóknar- og úttektarferli.

Enn fjölgar í VAKANUM og nýjustu meðlimirnir eru hestaleigurnar Laxnes og Eldhestar. Nú hafa sjö fyrirtæki lokið úttekt en að auki eru hátt í 50 fyrirtæki í umsóknar- og úttektarferli.

Fjölskyldufyrirtæki með langa sögu
Laxnes á langa sögu í ferðaþjónustu hérlendis og hefur þjónað þúsundum erlendra sem innlendra ferðamanna í gegnum árin. Hjónin Þórarinn Jónasson og Ragnheiður Gíslason stofnuðu hestaleiguna árið 1968 og hefur fyrirtækið frá upphafi verið rekið af þeim og fjölskyldu þeirra.

Á meðfylgjandi mynd eru þeir feðgar, Þórarinn Jónasson og Haukur Þórarinsson, er þeir veittu viðurkenningu VAKANS viðtöku.

Laxnes

Eldhestar - öflugt fyrirtæki í Ölfusinu
Hestaleigan Eldhestar var stofnuð árið 1986 og er í dag meðal stærstu og öflugustu fyrirtækja landsins á sínu sviði. Fyrirtækið er staðsett að Völlum í Ölfusi og býður bæði lengri og styttri hestaferðir, allt frá 1 klukkustund upp í 7 daga. Í júní árið 2002 tóku Eldhestar í notkun lítið sveitahótel, Hótel Eldhesta. Það er búið 26 tveggja manna herbergjum og matsal sem tekur um 70-80 manns. Hótel Eldhestar var fyrsta hótelið á Íslandi til að fá norska umhverfismerkið Svaninn og hótelið hlaut umhverfisverðlaun Ferðamálastofu í fyrra.

Á myndinni eru Davíð Samúelsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands og þau Sigurjón Bjarnason, Hróðmar Bjarnason og Fríða Rut Stefánsdóttir frá Eldhestum. (Ljósmyndari: Magnús Hlynur Hreiðarsson)

Eldhestar vakinn