Að taka þátt í Vakanum

Umsókn í Vakann

Þátttaka í Vakanum felur í sér skuldbindingar af hálfu þátttökufyrirtækja, forsvarsmönnum ber að kynna sér skilmála Vakans. Með umsókn samþykkja forsvarsmenn skilmálana sem lesa má hér.

Sótt er um þátttöku í Vakanum í þjónustugátt Ferðamálastofu með Íslykli eða rafrænum skilríkjum fyrirtækis. Ef notaðir eru persónulegir Íslyklar eða rafræn skilríki einstaklinga hafa þeir einir aðgang að umsókninni og skjölum tengdum henni í þjónustugáttinni.

Umsókn í Vakann

Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér eftirfarandi áður en umsókn er send inn:

Gisting:

 

Ferðaþjónusta önnur en gisting:

 

Umsækjandi þarf að greiða umsóknargjald og senda staðfestingu á greiðslu á vakinn@vakinn.is. Að því loknu fær umsækjandi staðfestingu frá Vakanum og nafn fyrirtækisins er birt á lista yfir fyrirtæki í umsóknarferli.

Vinsamlegast athugið:

  • Umsóknargjald gildir í eitt ár. Fyrirtæki þurfa að hafa lokið ferlinu að fullu innan árs, annars þarf að greiða umsóknargjald að nýju.
  • Samkvæmt samningi Ferðamálastofu og Ferðaþjónustu bænda greiða aðilar innan FB ekki umsóknargjald.

 

Í kjölfar umsóknar

  1. Fyrirtækið fær staðfestingu frá Vakanum á að umsóknargjald hafi verið móttekið. Vakin er athygli á að umsóknargjald fyrnist ef umsóknarferli er ekki lokið innan eins árs.
  2. Fyrirtæki þurfa að senda Vakanum afrit af öryggisáætlunum ásamt nafnalista leiðsögumanna (ef við á) með yfirliti yfir menntun og reynslu áður en úttekt fer fram.