Umsóknarferlið: Ýmis gögn

HVAÐA GÖGN ÞURFA AÐ VERA TIL?

Í almennum gæðaviðmiðum eru talin upp ýmis gögn sem þurfa að vera til hjá þátttakendum í Vakanum. Dæmi um nauðsynleg gögn sem þarf að senda inn til skoðunar-/vottunarstofu:

  • Gæðahandbók/starfsmannahandbók
  • Öryggisáætlanir
  • Opinber leyfi sem eiga við reksturinn t.d. frá Ferðamálastofu, Samgöngustofu, Sýslumannsembætti, o.fl.
  • Nafnalisti starfsmanna/leiðsögumanna með yfirliti um námskeið sem þeir hafa lokið t.d. skyndihjálparnámskeið.
  • Afrit af ráðningarsamningi starfsmanns án persónuupplýsinga.
  • Staðfesting á því að ábyrgðartrygging sé í gildi.
  • Sjá nánar hér fyrir ferðaþjónustu aðra en gistingu.
  • Sjá nánar hér fyrir gistingu.