Þátttökuferlið: Ýmis gögn

Þú tekur til gögnin

Til þess að leggja mat á hversu vel fyrirtæki uppfylla gæðaviðmiðin þarf að fara yfir ýmis gögn sem tengjast rekstrinum og þjónustunni sem fyrirtækið býður upp á. Dæmi um nauðsynleg gögn sem þurfa að vera fyrirliggjandi þegar fulltrúi Vakans kemur í úttekt eru:

  • Opinber leyfi t.d. frá Ferðamálastofu, heilbrigðiseftirliti o.s.frv.
  • Skírteini um þjálfun í skyndihjálp
  • Afrit af ráðningarsamningi starfsmanns
  • Vinnustaðaskírteini
  • Öryggisleiðbeiningar til gesta
  • Upplýsingar um tryggingar o.fl.
  • Sjá nánar hér fyrir ferðaþjónustu aðra en gistingu.
  • Sjá nánar hér fyrir gistingu.