Iceland Encounter hlýtur viðurkenningu Vakans

Ferðaskrifstofan Iceland Encounter hlaut í byrjun nóvember vikurkenningu Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar.
 
Ferðaskrifstofan Iceland Encounter hlaut í byrjun nóvember vikurkenningu Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar á Íslandi.
Iceland Encounter var stofnað árið 2009 af hjónunum Kristínu Björnsdóttur og Erling Aspelund. Fyrirtækið vinnur einkum með ferðaskrifstofum í Bandaríkjunum og leggur áheyrslu á sérsniðnar ferðir fyrir smærri hópa og fjölskyldur. Viðskiptavinir þess gera miklar kröfur um gæði og þjónustu.
Kristján Jóhannesson, viðskiptafræðingur, hafði umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd Iceland Encounter.
 
Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri eigendur Iceland Encounter, Erling Aspelund og Kristín Björnsdóttir, ásamt starfsfólki, þeim Kristjáni Jóhannessyni, Eddu MacFarlane, Rósu Grétu Ívarsdóttur, Sigríði Dögg Tómasdóttur, og Sigrúnu Elfu Jónsdóttur. Á myndina vantar tvo starfsmenn, þær Bylgju Pálsdóttur og Kömmu Thordarson.