Fyrsti stjörnuflokkaði gististaðurinn í VAKANN!

Hótel Rauðaskriða fékk s.l. föstudag VAKA viðurkenningu sína afhenta, fyrst allra gististaða eftir að gistihlutinn var innleiddur í gæða- og umhverfiskerfið.

Hótel Rauðaskriða fékk s.l. föstudag VAKA viðurkenningu sína afhenta, fyrst allra gististaða eftir að gistihlutinn var innleiddur í gæða- og umhverfiskerfið. Ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir afhenti eigendum viðurkenninguna á ferðakaupstefnunni Mid-Atlantic. Hótel Rauðaskriða flokkast sem þriggja stjörnu hótel samkvæmt gæðaviðmiðum þeim sem unnið er eftir og sem taka mið af viðmiðum hotelstars í Evrópu. Auk þess fær Hótel Rauðaskriða GULL flokkun í umhverfishluta VAKANS en hótelið er einnig með Svansvottun.

Hótel Rauðaskriða sem er innan Ferðaþjónustu bænda er 32 herbergja, rúmgott og vel staðsett fjölskyldurekið hótel á Norðurlandi, rétt við Húsavík þar sem áhersla er lögð á umhverfið og náttúruna.
Þess má geta að í gistihluta VAKANS eru nú tilbúin gæðaviðmið fyrir hótel, gistiheimili og heimagistingu og geta allir þeir sem reka gististaði í þessum þremur flokkum sótt um stjörnuflokkun nú þegar. Síðar á árinu munu svo bætast við gæðaviðmið fyrir hostel, tjaldsvæði og orlofsíbúðir og bústaði. Þetta nýja stjörnuflokkunarkerfi tekur nú við af eldra flokkunarkerfi sem Ferðamálastofa hefur séð um frá árinu 2000.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu VAKANS – www.vakinn.is
Á myndinni eru Elías Bj. Gíslason Ferðamálastofu, Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, Bergþóra Birgisdóttir og Harald Jóhannesson, eigendur og hótelstjórar Rauðuskriðu ásamt börnum sínum, og Alda Þrastardóttir Ferðamálastofu.